08.10.2024
Á fimmtudag og föstudag þann 3. og 4. október var ráðstefnan “Eyjar og fjölbreytileiki” haldin í Háskólasetri Vestfjarða. Markmiðið með ráðstefnunni var að beina athygli að mikilvægi eyja og afskekktra samfélaga sem eru í sífelldri þróun og er mikilvægt að rannsaka. Eitt af einkennum eyja og afskekktra samfélaga er seigla, líffræðilegur fjölbreytileiki og menningarleg auðlegð. Eyjar og afskekkt samfélög gegna einnig mikilvægu hlutverki í tengslum við alþjóðlega, vistfræðilega og menningarlega arfleið. Með þetta hlutverk í huga miðaði þessi ráðstefna að því að kanna eyjasamfélög út frá þremur yfirgripsmiklum þemum: menningu, tungumáli og menntun.
20.09.2024
Háskólasetur Vestfjarða er hluti af verkefninu „Green Meets Blue“, sem er styrkt af Norrænu ráðherranefndinni um fiskveiðar og fiskeldi, landbúnað, matvæli og skógrækt (MR-FJLS). Verkefnið verður undir forystu Nordregio og eru Háskólasetur Vestfjarða og Háskóli Hálanda og eyja í Skotlandi (University of Highlands and Islands – UHI) samstarfsaðilar í verkefninu. Matthias Kokorsch, fagstjóri hjá Háskólasetri er verkefnisstjóri fyrir íslenska hluta verkefnisins. Aðstoðarmenn eru Rebecca og Tabea, sem báðar eru meistaranemar við Háskólasetur, ásamt Maria Wilke sem er fyrrverandi meistaranemi og kennari við Háskólasetur Vestfjarða og skrifaði doktorsverkefni um hafskipulag.
16.09.2024
Á föstudaginn 13. September fór fram ráðstefna um félags- og samstöðuhagkerfið í Háskólasetri Vestfjarða. Yfir 50 manns sóttu ráðstefnuna og voru fyrirlestrar jafn áhugaverðir og þeir voru fjölbreyttir. Ráðstefnan hófst á léttum veitingum í boði Háskólaseturs Vestfjarða og Peter Weiss forstöðumaður ávarpaði ráðstefnu gesti og bauð þá velkomna. Hann tilkynnti einnig forföll forseta Íslands, Höllu Tómasdóttur en hún forfallaðist vegna jarðarfarar.
06.09.2024
Nýnemar Háskólaseturs Vestfjarða fóru í afar skemmtilega ferð í Vigur seinustu helgi. Árlega nýnemaferðin hefur þann tilgang að hrista saman hópinn og kynnast svæðinu í kringum Ísafjörð. Nemendahópurinn samanstóð af meistaranemum Háskólaseturs Vestfjarða í námsleiðunum tveimur: Haf- og Strandsvæðastjórnun og Sjávarbyggðafræði. Einnig voru nemendur í meistaranámi í “Climate Change and Global Sustainability” viðstaddir en þeir dvelja hjá Háskólasetri í eina önn í gegnum bandaríska SIT háskólann í Vermont.
04.09.2024
Matthias Kokorsch, fagstjóri meistaranámsins í Sjávarbyggðafræði fór nýlega til Færeyja ásamt tveimur meistaranemum úr Háskólasetri Vestfjarða til að taka þátt í GLISFO 2024. Nemendurnir tveir sem slógust með í för eru Tabea Jacob, nemandi í Haf- og Strandsvæðastjórnun og Rebecca Eriksson, nemandi í Sjávarbyggðafræði.
26.08.2024
Nú er aftur komið að meistaraprófsvörnum hjá nemendum Háskólaseturs Vestfjarða. Varnirnar hefjast á þriðjudaginn 3. september og munu 13 nemendur kynna og verja meistaraverkefni sín á næstu vikum. Umfjöllunarefnin eru afar áhugaverð og varnirnar eru opnar almenningi. Einnig er hægt að fylgjast með á zoom og linkana má finna í töflunni hér að neðan.
23.08.2024
Í dag og á morgun fara fram nýnemadagar hjá Háskólasetri Vestfjarða þar sem tekið er á móti meistaranemum og nýtt skólaár sett. Nemendahópurinn sem var viðstaddur í dag samanstendur af meistaranemum Háskólaseturs Vestfjarða í námsleiðunum tveimur: Haf- og Strandsvæðastjórnun og Sjávarbyggðafræði. Einnig voru nemendur í meistaranámi í “Climate Change and Global Sustainability” viðstaddir en þeir dvelja hjá Háskólasetri í eina önn í gegnum bandaríska SIT háskólann í Vermont.
02.07.2024
Meistaranemar Háskólaseturs Vestfjarða hafa í mörg ár tekið þátt í vettvangsnámskeiði á Húsavík sem er haldið yfir sumartímann á vegum Rannsóknaseturs HÍ á Húsavík. Námskeiðið kallast “Aðferðir við rannsóknir á sjávarspendýrum” og er hluti af Líf- og umhverfisvísindadeild HÍ. Fram kemur á vef HÍ að 25 nemendur frá ýmsum löndum tóku þátt í námskeiðinu í ár og var stór hluti þeirra nemendur Háskólaseturs. Nemendur Háskólaseturs taka þátt í námskeiðinu sem gestanemar, en fyrir rúmlega 10 árum stofnuðu ríkisháskólar með sér kerfi sem auðveldar gestanemum töluvert að taka stök námskeið í öðrum háskólum. Háskólasetur Vestfjarða tekur þátt í þessu kerfi þar sem nemendur eru formlega innritaðir í HA. Í gegnum kerfið fær Háskólasetrið bæði til sín nemendur og sendir frá sér.
18.06.2024
Háskólahátíð fór fram á Hrafnseyri á þjóðhátíðardaginn 17 júní í afar fallegu veðri. Eins og öll árin áður var háskólahátíð hluti af hátíðardagskrá á Hrafnseyri. Að venju var kökuhlaðborð og súpa, tónlistaratriði og ræður frá fyrrverandi nemendum Háskólaseturs hlutur af dagskrá dagsins. Útskriftarnemar fengu skírteini afhent frá Eyjólfi Guðmundssyni, rektor Háskólans á Akureyri. Þeir fengu einnig prjónaða skotthúfu í þjóðlegum stíl ásamt trjáplöntu sem nemendur gróðursettu í brekkunni seinna. Hér fyrir neðan má lesa ávarp forstöðumanns Háskólasetur Vestfjarða og sjá myndir frá deginum:
24.05.2024
Í dag fór aðalfundur Háskólaseturs Vestfjarða fram. Peter Weiss forstöðumaður Háskólaseturs kynnti ársskýrslu fyrir árið 2023 þar sem farið var yfir stöðugildi, meistaranám, kynningarmál, fjarnám, rannsóknir og samstarf og margt fleira hjá Háskólasetri.