Frá Nýfundnalandi til Ísafjarðar: Sjálfbærni í fiskveiðum
26.11.2024
Háskólasetur Vestfjarða tók nýlega á móti einstökum hópi leiðtoga og rannsakenda frá Nýfundnalandi. Heimsóknin er styrkt af “Global Arctic Leadership” verkefninu frá Háskóla norðurslóða (UArctic) og Harris setrinu í Memorial-háskólanum, þróunarsjóðnum “Indigenous and Northern Relationships” og “Marine Biomass Innovation” verkefninu, sem er fjármagnað af “New Frontiers in Research” styrknum.