Frá Nýfundnalandi til Ísafjarðar: Sjálfbærni í fiskveiðum

Háskólasetur Vestfjarða tók nýlega á móti einstökum hópi leiðtoga og rannsakenda frá Nýfundnalandi. Heimsóknin er styrkt af “Global Arctic Leadership” verkefninu frá Háskóla norðurslóða (UArctic) og Harris setrinu í Memorial-háskólanum, þróunarsjóðnum “Indigenous and Northern Relationships” og “Marine Biomass Innovation” verkefninu, sem er fjármagnað af “New Frontiers in Research” styrknum.

Nýr starfsmaður bætist í hópinn hjá Háskólasetri

Hjördís Þráinsdóttir hóf störf hjá Háskólasetri Vestfjarða sem verkefnastjóri í 50% stöðugildi þann 1. nóvember síðastliðinn. Hjördís hefur búið á Ísafirði í 25 ár en er frá Súðavík. Hún er gift og á 3 stráka og hefur starfað lengst af fyrir Ísafjarðarbæ sem skjalastjóri síðan 2008. Hún er með BA í sálfræði frá Háskólanum á Akureyri og leggur í dag stund á meistaranám í menntunarfræði M.Ed. auk diplómu í sérkennslufræðum frá sama skóla.