Skilyrði fyrir inntöku í meistaranám hjá Háskólasetri Vestfjarða er að umsækjandi hafi lokið 180 – 240 ECTS grunnháskólagráðu hjá alþjóðlega viðurkenndum Háskóla með fyrstu einkun (hærra en 7.25) og gildir einu hvort um er að ræða BA, BSc eða BEd. Umsækjendur verða að fylla út alla umsóknina í umsóknargátt með viðeigandi fylgigögnum til að umsóknin sé tekin í gildi.
Enska er samskipta- og kennslumál námsins. Gert er ráð fyrir að umsækjendur frá Íslandi, Norðurlöndunum og enskumælandi löndum búi yfir fullnægjandi kunnáttu og færni í tungumálinu. Sama á við um nemendur frá háskólum þar sem öll kennsla fer fram á ensku. Aðrir umsækjendur skulu sýna fram á nægjanlega enskukunnáttu með viðurkenndum prófum, t.d. TOEFL eða öðrum sambærilegum prófum.