Líf stúdenta á Ísafirði snýst um meira en bara námið. Dvölin þeirra hér er tími þar sem þau kynnast nýjum áhugamálum, kynnast nýju fólki og öðlast nýja reynslu.
Ísafjörður er höfuðstaður Vestfjarða og er helsta atvinnu- og þjónustumiðstöð Vestfjarða. Ísafjörður er með um 2500 íbúa og er líflegur og fallegur bær sem státar af öflugu félagslífi, jafnt á sviði menningar og lista sem íþrótta. Stórbrotin náttúran er í seilingarfjarlægð og örstutt í ósnortnar náttúruperlur á borð við Hornstrandir og Jökulfirði. Það búa um 7500 manns á Vestfjörðum.
Myndbandið hér fyrir neðan sýnir eina fallegustu og áhugaverðustu staði á Vestfjörðum eins og Dynjanda, Rauðasand og útsýnispallinn á Bolafjalli. Í myndbandinu má einnig sjá hvalaskoðun í Ísafjarðardjúpi, náttúrulaugar, og sundlaugina í gróðurhúsinu í Heydal. Á Ísafirði er farið á kayak og heimsótt brugghús og veitingastaðinn Jötunn.