Á hverjum föstudegi yfir skólaárið er haldið Vísindaport í Háskólasetri Vestfjarða. Þetta eru 45 mínútna hádegisfyrirlestrar og eru efnistökin margvísleg, íbúar og aðrir gestir í Ísafjarðarbæ hittast þar yfir kaffibolla og hlýða á samborgara sína segja frá sínum viðfangsefnum, kynna verkefni og rannsóknir, tómstundir og önnur hugðarefni í máli og myndum.
Vísindaport er auglýst vikulega á heimasíðunni og með póstlista. Oftast er einnig hægt að fylgjast með þeim í streymi og þau fara fram á íslensku nema annað sé tekið fram. Vísindaport hefjast stundvíslega kl. 12:10 í kaffistofu Háskólaseturs á annarri hæð.
Efni Vísindaports eru afar fjölbreytt og þau sem hafa áhuga á að flytja erindi í Vísindaporti eða hafa hugmyndir eða ábendingar um áhugavert efni eða einstaklinga eru vinsamlegast beðin um að senda upplýsingar um það inn hér fyrir neðan.