Í gegnum Háskólann á Akureyri tekur Háskólasetur Vestfjarða þátt í skiptiáætlunum eins og Erasmus, Nordplus og North2North. Ef þú hefur áhuga á því að vera nemandi í Háskólasetri Vestfjarða sem skiptinemi, athugaðu fyrst hvort heimaskólinn þinn er með gildan samstarfssamning við Háskólasetur Vestfjarða eða Háskólann á Akureyri. Ef enginn samningur er til staðar er hægt að sækja um gestanám á eigin vegum.
Inntökuskilyrði
- Almennar hæfnikröfur skiptinema eru CEFR C1 enskustig og viðeigandi námsbakgrunnur.
- Almennt geta aðeins nemendur á framhaldsstigi sótt um námskeið í meistaranámi en grunnnemar geta þó sótt um séu þau á seinasta ári í námi og geta sýnt fram á fyrri þekkingu í því námskeiði sem sótt er um.
- Heimaskóli getur krafist lágmarks fjölda lokinna eininga við heimaskóla áður en hægt er að sækja um skiptinám.
- Skiptinemar þurfa að uppfylla skilyrði um mætingu og þátttöku í hverju námskeiði í viðtökuskóla.
- Ekki er boðið upp á skiptinám í fjarnámi
- Allir alþjóðlegir nemendur verða að uppfylla þær kröfur sem annað hvort útlendingastofnun eða Þjóðskrá Íslands setur byggt á ríkisfsangi þeirra.
Inntökuferlið
Til þess að gerast skiptinemi hjá Háskólasetri Vestfjarða verður heimaskólinn þinn að vera með starfssamning við Háskólasetur Vestfjarða eða Háskólann á Akureyri. Allir nemendur sem vilja sækja um skiptinám byrja ferlið hjá sínum heimaskóla. Skrifstofa skiptináms í heimaskóla þínum getur aðstoðað þig við að finna hvað er í boði fyrir þig.
Námskeið hjá Háskólasetri Vestfjarða eru venjulega 4-6 ECTS. Nemendur geta sótt um stök námskeið hjá Háskólasetri Vestfjarða eða fleiri en eitt námskeið. Fullt nám tellst vera 30 ECTS á önn.
Hér fyrir neðan er inntökuferlið skref fyrir skref:
- Athugaðu hvort samstarf sé til staðar - Hafðu samband við heimaskólann þinn og athugaðu hvort samstarf sé til staðar við Háskólasetur Vestfjarða eða Háskólann á Akureyri og athugaðu hvort þú uppfyllir skilyrði fyrir skiptinám. Hægt er að leita í gagnagrunni samstarfsháskólanna.
- Sæktu um hjá heimaskóla - Næsta skref er að sækja um skiptinám hjá þínum heimaskóla.
- Fáðu tilnefningu - Næst þarf að biðja fulltrúa skiptináms um að tilnefna þig í skiptinám við Háskólann á Akureyri með því að senda tölvupóst á international@unak.is. Eftir tilnefninguna muntu fá tölvupóst með frekari upplýsingum um umsóknarferlið.
- Frestur til að fá tilnefningu fyrir vörönn er 15. maí fyrir nemendur innan ES/EES en 15. apríl fyrir nemendur utan ES/EES.
- Frestur til að fá tilnefningu fyrir haustönn er 1. nóvember fyrir nemendur innan ES/EES en 1. október fyrir nemendur utan ES/EES.
- Sóttu um hjá Háskólasetri Vestfjarða og veldu námskeið – Fyrir utan að fá tilnefningu verður þú að sækja um hjá Háskólasetri Vestffjarða í gegnum þetta form fyrir þau námskeið sem þú vilt taka. Skoðaðu kennsluskrá til að fá yfirlit yfir öll þau námskeið sem Háskólasetur Vestfjarða býður upp á. Umsóknir eru lagðar fyrir meistaranámsnefnd.
- Fá samþykkt- Eftir að hafa fengið umsókn um skiptinám samþykkta af Háskólasetri Vestfjarða mun skrifstofa skiptináms hjá Háskólanum á Akureyri klára umsóknarferlið með þér.
Hagnýtar upplýsingar
Upplýsingar um stúdentagarðar Háskólaseturs Vestfjarða má finna hér. Ef ekkert herbergi er laust mun starfsfólk Háskólaseturs aðstoða skiptinema við að finna húsnæði á Ísafirði.
Allir alþjóðlegir nemendur verða að uppfylla þær kröfur sem annað hvort útlendingastofnun eða Þjóðskrá Íslands setur byggt á ríkisfsangi þeirra.
Nemendur fyrir utan ES/EES verða að verða að vera með sjúkratryggingu. Evrópskir ríkisborgarar verða að hafa með sér evrópska sjúkratryggingarkortið.
Fyrir frekari upplýsingar vinsamlegast hafið samband við alþjóðafulltrúa HA eða kennslustjóra Háskólaseturs Vestfjarða.