Háskólasetrið býður nemendum upp á lestraraðstöðu, prentaðstöðu og aðgang að þráðlausu neti. Í bókasafni Setursins eru lestrarbásar í lokuðu rými, en einnig er aðstaða í minni lesherbergjum á fyrstu hæð hússins.
Fjarnemar geta nýtt fjölbreytt rými innan Háskólasetursins til náms, verkefnavinnu eða fundarhalda. Í húsinu eru sex kennslustofur sem nýttar eru fyrir kennslu á daginn en stofurnar geta fjarnemar nýtt sem lestrar- og vinnuaðstöðu að kennslu lokinni.