Um stúdentagarða

Stúdentagarðar Háskólaseturs Vestfjarða voru reistir árið 2023 til að svara vaxandi húsnæðisþörf á Ísafirði. Þeir eru staðsettir í Fjarðastræti 20 sem er í 10 mínútna göngufjarlægð frá Háskólasetrinu og um 3 mínútur frá miðbæ og  helstu verslunum, m.a. matvörubúð.

Þar eru 40 stúdíóíbúðir í fjórum álmum og tveim húsum sem liggja hlið við hlið. Innangengt er milli álmu AA og AB og mili álmu BA og BB. Húsin tvö liggja hlið við hlið, en álmur AA og BA snúa að götunni og álmur AB og BB snúa að hafinu.

Í hverri álmu eru þrjár stúdíóíbúðir á neðri hæð og á efri hæð eru sjö stúdíóíbúðir með svefnlofti. Á neðri hæðinni er rúmgott eldhús með ísskápum, eldavél, bakaraofni, örbylgjuofni og uppþvottavél fyrir hverja 10 nemendur. Í hverri byggingu er eitt þvottahús á jarðhæð. Í hverju þvottahúsi eru tvær þvottavélar, tveir þurrkarar og tvær þurrkugrindur.

Í stúdíóíbúðunum er lítið baðherbergi með sturtu, sturtuhengi, klósetti, vask, efri skáp með spegli og stærri skápur. Allar stúdíóíbúðirnar eru með öreldhús með litlum ísskáp, litlum vaski, ruslaskáp, rafkatli og skápum. Í öllum stúdíóíbúðunum er fataskápur með spegli og snagar við inngang.

Í íbúðunum á neðri hæð er rúm (140 cm á breidd) en í íbúðunum á efri hæðinni er dýna á svefnlofti. Leigjendur fá sæng, kodda og rúmföt. Í íbúðunum er þar að auki skrifborð, stóll og hægindastóll. Í íbúðum á efri hæð er einnig sófi. Aðgengi fyrir hreyfihamlaða er á neðri hæðinni. Nemendur þurfa að ræsta sjálfir bæði séreign og sameign. Sameign er ræst skv. húsreglum.

 

Verð

Verð fyrir allar íbúðir er það sama: 132.000 kr. á mánuði (ath. aukagjald sem nemur 30% af leigu á mánuði leggst á paraíbúð mánaðarlega). Einnig þarf að greiða tryggingargjald sem nemur eins mánaðar leigu fyrir 30. júní. Ef eign er skilað í sama ástandi og tekið var við henni, fæst það endurgreitt. 

Nemendur með íslenska kennitölu geta sótt um húsnæðisbætur. Húsnæðisbætur eru mánaðarlegar greiðslur ætlaðar til þess að aðstoða fólk sem leigir íbúðarhúsnæði. Húsnæðið getur verið á almennum leigumarkaði, félagslegt leiguhúsnæði, á námsgörðum eða áfangaheimili. Upphæð húsnæðisbóta fer eftir fjölda fólks á heimilinu, tekjum þess og eignum og leiguverði. 

 

Úthlutunarreglur:

Einungis innritaðir nemendur hjá Háskólasetri Vestfjarða geta sótt um langtímaleigu hjá stúdentagörðum. Einnig er hægt að sækja um paraherbergi.

Nýnemar hjá Háskólasetri Vestfjarða fá forgang í stúdentagarða til 15. maí ár hvert. Eftir það er farið eftir biðlista. Þegar gengið er að biðlista er viðkomandi sendur netpóstur og gefið 2 daga frest til að svara áður en farið er í næsta aðila á biðlista. 

 
Leigutímabil:

Leigutímabilið er frá 15. ágúst til 30. júní. Hægt er að sækja um að lengja leigutímabilið til 14. Ágúst en slík beiðni þarf að berast fyrir 31. janúar ár hvert. Það er gert með því að senda póst á studentagardar@uw.is. Núverandi leigjendur hafa forgang fram yfir nýja umsækjendur varðandi lengingu á leigutímabili.

Leigusamningurinn er tímabundinn og þar af leiðandi ekki uppsegjanlegur. Í vel ígrunduðum tilfellum getur leigjandinn farið fram á að komast að samkomulagi um að segja upp samningi. 

 
Íbúðir
Tegund íbúðar Verð Gólfflötur Sér baðherbergi Eldhúskrókur Svefnaðstaða

Íbúð á neðri hæð

132.000 ISK 20-22 m2

Rúm

Íbúð á annari hæð (lægra svefnloft)

132.000 ISK 20-22 m2

Svefnloft með dýnu

Íbúð á annari hæð (hærra svefnloft)

132.000 ISK 20-22 m2

Svefnloft með dýnu

Paraíbúð (á annari hæð með svefnlofti)

132.000 ISK + 30% mánaðarlegt aukagjald 20-22 m2

Svefnloft með dýnu

 
Sækja um stúdentagarða

Sækja um langtímaleigu fyrir meistaranema hjá Háskólasetri Vestfjarða

Fyrir skammtímaleigu hafið samband við studentagardar@uw.is

 

Myndir:

Eldhús

Sameiginlegt eldhús er fyrir hverja álmu. Tvö eldhús eru í hverri byggingu.

Borðsofa er hluti af opnu eldhúsi, úr henni er innangengt í stofu.

Ein stofa er í hverri álmu, tvær í hverri byggingu.

Eldhúsið er í opnu rými, innangengt er í hina álmuna.

Tvær eldavélar eru í hverju eldhúsi með örbylgjuofni.

Dæmi um eldhúsáhöld. 

Dæmi um eldhúsáhöld. 

Dæmi um eldhúsáhöld.

Tvær uppþvottavélar eru í hverri eldhúseyju.

Stúdíóíbúð á jarðhæð

Dæmi um rúm í stúdíóíbúð á jarðhæð.

Skrifborð, skrifborðsstóll og hægindastóll fylgja stúdíóíbúð á jarðhæð.

Í öllum stúdíóíbúðum er lítill eldhúskrókur. Í honum er skápur, vaskur, hraðsuðuketill, ruslaskápur og lítill ísskápur.

Í öllum stúdíóíbúðum er fataskápur með spegli og snagar á vegg við inngang.

Öll baðherbergi eru eins í öllum stúdíóíbúðum, þau eru með klósetti, handklæðaofni, sturtu með sturtuhengi, vaski, vaskaskáp með spegli og lokuðum skáp við hliðina á klósettinu.

Stúdíóíbúð á annari hæð með háu svefnlofti 

Stúdíóíbúð á annari hæð með svefnlofti (há lofthæð).

Í stúdíóíbúðum á annari hæð er sófi.

Loftmynd af stúdíóíbúð á annari hæð, tekin frá svefnlofti. Í stúdíóíbúðinni er sófi, hægindastóll, skrifborð, skrifborðsstóll, eldhúskrókur og baðherbergi. 

Stúdíóbúð á annari hæð með svefnlofti (há lofthæð).

Brattir stigar eru upp á svefnloft í stúdíóíbúðum á annari hæð.

Í eldhúskróknum er skápur, vaskur, hraðsuðuketill, ruslaskápur og lítill ísskápur

Í stúdíóíbúð á annari hæð er fataskápur með spegli og snagar á vegg við inngang.

Öll baðherbergi eru eins í öllum stúdióíbúðum, þau eru með klósetti, handklæðaofni, sturtu með sturtuhengi, vaski, litlum skáp með spegli og lokuðum skáp við hliðina á klósettinu.

Stúdíóíbúð á annari hæð með lágu svefnlofti

Stúdíóíbúð á annari hæð með svefnlofti (lág lofthæð).

Í stúdíóíbúðum á annari hæð er sófi.

Loftmynd af stúdíóíbúð á annari hæð, tekin frá svefnlofti. Í stúdíóíbúðinni er sófi, hægindastóll, skrifborð, skrifborðsstóll, eldhúskrókur og baðherbergi.

Stúdíóíbúð á annari hæð með svefnlofti (lág lofthæð).


Brattir stigar eru upp á svefnloft í stúdíóíbúðum á annari hæð. 

Í öllum stúdíóíbúðum er eldhúskrókur, í honum er skápur, vaskur, hraðsuðuketill, ruslaskápur og lítill ísskápur.

Í öllum stúdíóíbúðum er fataskápur með spegli og snagar á vegg við inngang.

Öll baðherbergi eru eins í öllum stúdíóíbúðum, þau eru með klósetti, handklæðaofni, sturtu með sturtuhengi, vaski, litlum skáp með spegli og lokuðum skáp við hliðina á klósettinu.

Sameign og stigagangur

Tveir aðalinngangar eru í hverja byggingu, einn í hverri álmu.

Stórt rými er milli álmanna og í hverri álmu eru stigar upp á aðra hæð.