Til að tryggja að þú hafir nægan pening til að framfleyta þér í gegnum námið á Ísafirði ættir þú að skipuleggja fjárhag þinn fyrirfram.
Framfærslukostnaður nemenda á Ísafirði er almennt lægri en á höfuðborgarsvæðinu. Við gefum hér gróft mat á framfærslukostnaði fyrir einn einstakling á mánuði sem leigir íbúð hjá stúdentagörðum Háskólaseturs Vestfjarða. Athugið að framfærslukostnaður getur verið mismunandi eftir lífstíl og einungis er um dæmi að ræða.
Húsnæði (með hita og rafmagni): 130.000 kr á stúdentagörðum (ath: allir nemendur geta sótt um húsnæðis bætur)
Matvörur og aðrar nauðsynjar: 40.000 kr
Út að borða/félagslíf: 15.000 kr
Farsími (mánaðaráætlun): 3500 kr
Afþreying / tómstundir: 10.000 kr/mánuði eða meira ( t.d. skíðapassi, sundkort, líkamsrækt o.fl.)
Nemendur ættu því að skipuleggja útgjöld fyrir um það bil 200.000 krónur á mánuði (án húsnæðisbóta).
Unnið samhliða námi
Margir nemendur Háskólaseturs hafa einnig unnið með skóla. Þónokkrir atvinnumöguleikar eru í boði á Ísafirði og í nágrenni sem henta með námi en hafa ber í huga að atvinnumöguleikar fara eftir framboði hverju sinni. Hér fyrir neðan má sjá dæmi um störf sem nemendur hafa unnið við á Ísafirði um vetur eða sumar. Athugið að listinn er ekki tæmandi.
Námskostnaður
Hjá Háskólasetri Vestfjarða eru engin skólagjöld, bara árlegt skráningargjald. Nemendur þurfa ekki að kaupa neinar bækur og geta einnig leigt út bækur á bókasafninu okkar.