Á stofnfundi Háskólaseturs Vestfjarða var skipulagsskrá samþykkt og segir þar m.a.
Tilgangur Háskólasetursins er að stuðla að fjölbreyttri uppbyggingu háskólamenntunar, rannsókna og þekkingarstarfs á Vestfjörðum, vera samstarfsvettvangur fyrir aðila er vinna að verkefnum á sviði rannsókna, háskóla- og símenntunar, fjölþjóðlegra samstarfsverkefna, nýsköpunar og byggða- og atvinnuþróunar.