Rannsóknir sem stundaðar eru við Háskólasetur Vestfjarða beinast aðallega að viðfangsefnum sem tengjast námsleiðunum sem kenndar eru, þ.e. haf- og strandsvæðum. Meistaraprófsritgerðir nemenda mynda stærstan hluta rannsóknarstarfs Háskólaseturs en starfsfólk og stundakennarar sinna einnig sínum eigin rannsóknum eða taka á móti gestafræðimönnum og -rannsakendum og starfa með þeim að ýmsum verkefnum.
Háskólasetur Vestfjarða aðstoðar og tekur á móti gestafræðimönnum sem vilja dvelja við rannsóknarstörf í Ísafjarðarbæ til lengri eða skemmri tíma.
Skrifborðsaðstaða og önnur þjónusta stendur rannsakendum til boða til skemmri tíma í Háskólasetrinu á Ísafirði. Fyrirspurnir berist skrifstofu.