Samstarfsnet milli opinberra Háskóla á Íslandi var stofnað 2010 sem gerir nemendum kleift að taka fjölbreytt námskeið án auka kostnaðar sem gestanemi hjá efrirfarandi skólum:
Gestanemi í samstarfsneti
Gestanemandi er nemandi sem er skráður í opinberan háskóla (heimaskóla) en hefur heimild til að skrá sig í einstök námskeið við annan opinberan háskóla (gestaskóla), án þess að greiða þar skráningargjald, þar sem nemandinn hefur þegar greitt gjaldið í heimaskóla sínum.
Báðir skólar þurfa að samþykkja umsókn nemandans um gestanám.
Heimaskólinn tryggir að námskeiðið sem nemandinn lýkur í gestaskólanum verði metið til eininga.
Samkvæmt samningnum geta heimaskólinn og gestaskólinn veitt hvor öðrum upplýsingar um námsferil nemandans, ef þörf krefur.
Eftir að námskeiði lýkur þarf nemandinn að óska eftir staðfestu afriti af námsferli sínum frá gestaskólanum, sem hann leggur fyrir heimaskólann.
Inntöku skylirði
Almennt geta aðeins nemendur á framhaldsstigi sótt um meistaranámskeið. Nemendur í grunnnámi geta sótt um ef þeir eru á lokaári námsins og geta sýnt fram á fyrri þekkingu á námskeiðinu sem þeir sækja um.
Mikilvægt er að umsækjendur hafi góða enskukunnáttu þar sem öll kennsla fer fram á ensku.
Heimaskólinn getur krafist lágmarksfjölda eininga sem nemandinn þarf að hafa lokið áður en hann getur sótt um gestanám.
Gestanemendur þurfa að uppfylla kröfur um mætingu og þátttöku í hverju námskeiði.
Gestanám er ekki í boði í fjarnámi.
Hvernig skal sækja um?
Umsóknarfrestur fyrir haustönn er 15. ágúst og fyrir vorönn 15. desember.
Nemandi sem vill verða gestanemandi við annan háskóla þarf að leggja fram formlega umsókn um gestanám til viðeigandi deildar eða kennslusviðs í heimaskóla sínum.
Vinsamlegast hafið samband við kennslustjóra fyrir frekari spurningar