Aðalfundur Háskólaseturs Vestfjarða og opið hús
10.03.2025
Aðalfundur Háskólaseturs Vestfjarða verður haldinn n.k. föstudag, 14.03.2025 kl. 13:00. Fundurinn er opinn gestum. Skv. skipulagsskrá Háskólaseturs þarf aðalfundurinn haldinn seinast í maí ár hvert og hingað til hefur hann alltaf verið haldinn í maí. Í tilefni afmælisársins var ákveðið að halda aðalfund sem næst upprunalega stofndeginum og heiðra um leið stofnaðilana og það djarfa framtak að stofna sjálfseignarstofnunina Háskólasetur Vestfjarða.