20.09.2023
Mikið fagnaðarerindi var þegar fyrsti hópur nemenda flutti inn á stúdentagarða Háskólaseturs Vestfjarða í gær. Um er að ræða annað húsnæði af tveimur sem hefur nú verið tekið í notkun en hitt húsið er ennþá í byggingu og stefnt er að því að það verði tilbúið í haust. Formleg opnun stúdentagarða verður tilkynnt síðar.
13.09.2023
Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir er nýr verkefnastjóri Háskólaseturs Vestfjarða. Bjarney er fædd og uppalin á Ísafirði og kannast eflaust margir við hana úr tónlistarlífinu. Hún stundaði tónlistarnám við Tónlistarskóla Ísafjarðar frá unga aldri og lauk síðar framhaldsnámi í söngkennslufræðum við Complete Vocal Institute í Kaupmannahöfn. Hún er einnig með lokapróf í kórstjórn frá Tónskóla Þjóðkirkjunnar og hefur starfað sem tónlistarkennari í um 30 ár, lengst af við Tónlistarskóla Ísafjarðar.
06.09.2023
Þann 1. september sl. var gengið frá nýjum samningi við Stúdentagarða Háskólaseturs Vestfjarða hses. um að Snerpa muni koma upp og sjá um allar nettengingar í stúdentagörðunum.