Meistaranemi hjá Háskólasetri Vestfjarða hlýtur styrk til að þróa klifurleiðarvísi fyrir Vestfirði

Brendan Kirby, meistaranemi við Háskólasetur Vestfjarða í sjávarbyggðafræði fékk 400.000 kr. styrk frá uppbyggingarsjóði Vestfjarða til að þróa klifurleiðarvísi fyrir Vestfirði. Brendan er upprunalega frá Bandaríkjunum en hefur ferðast og búið í fjölmörgum löndum eins og Írlandi, Suður-Kóreu, Nýja-Sjálandi og Spáni áður en hann kom til Íslands. Hann kom fyrst til Vestfjarða árið 2022 þegar hann hjólaði um Ísland og á leið sinni um Vestfjarðaleiðina heillaðist hann af stórbrotna landslaginu á Vestfjörðum. Hann vissi þó ekki að tveimur árum seinna myndi hann kalla þennan stað heimilið sitt á meðan hann stundar nám hjá Háskólasetri.

Jólasamningur til næstu þriggja ára

Um áramótin verða breytingar í netþjónustu hjá Háskólasetri. FS-netið, eða sér nettenging til Fræðslu- og símenntunarstöðva og þeirra sem halda utan um fjarnám, verður lagt niður. í staðinn hefur nú Háskólasetur samið við Snerpu vegna þessarar þjónustu.

Stjórnun hnúðlaxa á Íslandi: Fyrrum meistaranemi birtir grein

Ný rannsóknargrein var birt í tímaritinu Marine Policy eftir Hjörleif Finnsson, Catherine Chambers og Guðna Guðbergsson (Hafró) um stjórnun hnúðlaxa. Greinin heitir "Invasive species management: The case of pink salmon in Iceland" og byggir á meistaraverkefni Hjörleifs Finnssonar, sem útskrifaðist úr meistaranámi í Haf- og Strandsvæðastjórnun árið 2021 frá Háskólasetri Vestfjarða. Leiðbeinandi hans fyrir meistaraverkefnið var dr. Catherine Chambers, rannsóknastjóri Háskólaseturs og meðhöfundur greinarinnar.

Opið fyrir umsóknir í meistaranám

Við erum spennt að tilkynna að opnað hefur verið fyrir umsóknir í meistaranámið hjá Háskólasetri Vestfjarða fyrir komandi skólaár. Boðið er upp á tvær námsleiðir, Sjávarbyggðafræði og Haf- og Strandsvæðastjórnun.