21.12.2024
Brendan Kirby, meistaranemi við Háskólasetur Vestfjarða í sjávarbyggðafræði fékk 400.000 kr. styrk frá uppbyggingarsjóði Vestfjarða til að þróa klifurleiðarvísi fyrir Vestfirði. Brendan er upprunalega frá Bandaríkjunum en hefur ferðast og búið í fjölmörgum löndum eins og Írlandi, Suður-Kóreu, Nýja-Sjálandi og Spáni áður en hann kom til Íslands. Hann kom fyrst til Vestfjarða árið 2022 þegar hann hjólaði um Ísland og á leið sinni um Vestfjarðaleiðina heillaðist hann af stórbrotna landslaginu á Vestfjörðum. Hann vissi þó ekki að tveimur árum seinna myndi hann kalla þennan stað heimilið sitt á meðan hann stundar nám hjá Háskólasetri.
20.12.2024
Um áramótin verða breytingar í netþjónustu hjá Háskólasetri. FS-netið, eða sér nettenging til Fræðslu- og símenntunarstöðva og þeirra sem halda utan um fjarnám, verður lagt niður. í staðinn hefur nú Háskólasetur samið við Snerpu vegna þessarar þjónustu.
09.12.2024
Ný rannsóknargrein var birt í tímaritinu Marine Policy eftir Hjörleif Finnsson, Catherine Chambers og Guðna Guðbergsson (Hafró) um stjórnun hnúðlaxa. Greinin heitir "Invasive species management: The case of pink salmon in Iceland" og byggir á meistaraverkefni Hjörleifs Finnssonar, sem útskrifaðist úr meistaranámi í Haf- og Strandsvæðastjórnun árið 2021 frá Háskólasetri Vestfjarða. Leiðbeinandi hans fyrir meistaraverkefnið var dr. Catherine Chambers, rannsóknastjóri Háskólaseturs og meðhöfundur greinarinnar.
02.12.2024
Við erum spennt að tilkynna að opnað hefur verið fyrir umsóknir í meistaranámið hjá Háskólasetri Vestfjarða fyrir komandi skólaár. Boðið er upp á tvær námsleiðir, Sjávarbyggðafræði og Haf- og Strandsvæðastjórnun.