Við erum spennt að tilkynna að opnað hefur verið fyrir umsóknir í meistaranámið hjá Háskólasetri Vestfjarða fyrir komandi skólaár. Boðið er upp á tvær námsleiðir, Sjávarbyggðafræði og Haf- og Strandsvæðastjórnun.
Sjávarbyggðafræði er 120 ECTS MA-nám um áskoranir og tækifæri sjávarbyggða í nútímanum og í framtíðinni. Einblínt er á sjávarbyggðir við Norður Atlantshaf og Norðurskautssvæðið þótt fræðin kunni að hafa víðari skírskotun. Námið byggir einkum á inntaki og aðferðum félags- og hugvísinda, þ.m.t. landafræði, skipulagsfræði, félagsfræði og hagfræði. Skoðaðar eru aðgerðir í heimabyggð og hnattræn áhrif, og aðferðir og stefnur við að þróa sanngjarna og sjálfbæra framtíð fyrir sjávarbyggðir greindar, á bæði fræðilegan og praktískan máta.
Haf- og strandsvæðastjórnun er alþjóðlegt og þverfræðilegt meistaranám á sviði auðlindastjórnunar sem veitir MRM gráðu. Námið byggir einkum á inntaki og aðferðum vistfræði, haffræði og hagfræði. Að námi loknu þekkja nemendur hinar margvíslegu og verðmætu auðlindir hafs og stranda, skilja eðli þeirra og mikilvægi og hafa tamið sér aðferðir og færni til að stýra sjálfbærri nýtingu auðlindanna.
Kynntu þér allt sem þú þarft að vita um umsóknarferlið hér.