Háskólasetur Vestfjarða hluti af “Green Meets Blue” verkefninu

Háskólasetur Vestfjarða er hluti af verkefninu „Green Meets Blue“, sem er styrkt af Norrænu ráðherranefndinni um fiskveiðar og fiskeldi, landbúnað, matvæli og skógrækt (MR-FJLS). Verkefnið verður undir forystu Nordregio og eru Háskólasetur Vestfjarða og Háskóli Hálanda og eyja í Skotlandi (University of Highlands and Islands – UHI) samstarfsaðilar í verkefninu. Matthias Kokorsch, fagstjóri hjá Háskólasetri er verkefnisstjóri fyrir íslenska hluta verkefnisins. Aðstoðarmenn eru Rebecca og Tabea, sem báðar eru meistaranemar við Háskólasetur, ásamt Maria Wilke sem er fyrrverandi meistaranemi og kennari við Háskólasetur Vestfjarða og skrifaði doktorsverkefni um hafskipulag.

Ráðstefna um félags- og samstöðuhagkerfið í Háskólasetri Vestfjarða

Á föstudaginn 13. September fór fram ráðstefna um félags- og samstöðuhagkerfið í Háskólasetri Vestfjarða. Yfir 50 manns sóttu ráðstefnuna og voru fyrirlestrar jafn áhugaverðir og þeir voru fjölbreyttir. Ráðstefnan hófst á léttum veitingum í boði Háskólaseturs Vestfjarða og Peter Weiss forstöðumaður ávarpaði ráðstefnu gesti og bauð þá velkomna. Hann tilkynnti einnig forföll forseta Íslands, Höllu Tómasdóttur en hún forfallaðist vegna jarðarfarar.

Nýnemaferð í Vigur

Nýnemar Háskólaseturs Vestfjarða fóru í afar skemmtilega ferð í Vigur seinustu helgi. Árlega nýnemaferðin hefur þann tilgang að hrista saman hópinn og kynnast svæðinu í kringum Ísafjörð. Nemendahópurinn samanstóð af meistaranemum Háskólaseturs Vestfjarða í námsleiðunum tveimur: Haf- og Strandsvæðastjórnun og Sjávarbyggðafræði. Einnig voru nemendur í meistaranámi í “Climate Change and Global Sustainability” viðstaddir en þeir dvelja hjá Háskólasetri í eina önn í gegnum bandaríska SIT háskólann í Vermont.

Háskólasetur á GLISFO 2024 í Færeyjum

Matthias Kokorsch, fagstjóri meistaranámsins í Sjávarbyggðafræði fór nýlega til Færeyja ásamt tveimur meistaranemum úr Háskólasetri Vestfjarða til að taka þátt í GLISFO 2024. Nemendurnir tveir sem slógust með í för eru Tabea Jacob, nemandi í Haf- og Strandsvæðastjórnun og Rebecca Eriksson, nemandi í Sjávarbyggðafræði.