Gefum íslensku séns!
16.02.2023
Átakið Íslenskuvænt samfélag - við erum öll almannakennarar hefur hlotið styrk úr Þróunarsjóði innflytjendamála. Þar með verður hægt að halda áfram með það góða starf sem unnið var á síðasta ári og bæta um betur í ár, með aukinni og þéttari dagskrá. Sú breyting hefur þó orðið að valið hefur verið nýtt slagorð: Gefum íslensku séns!