24.05.2024
Í dag fór aðalfundur Háskólaseturs Vestfjarða fram. Peter Weiss forstöðumaður Háskólaseturs kynnti ársskýrslu fyrir árið 2023 þar sem farið var yfir stöðugildi, meistaranám, kynningarmál, fjarnám, rannsóknir og samstarf og margt fleira hjá Háskólasetri.
23.05.2024
Welcome to our “catching up with alumni” series where we introduce you to previous UW students over the years. Ingrid Bobeková is a 32 year old alum who graduated from the Coastal Marine Management master’s program in 2022. Ingrid's hobbies include knitting, surfing, hiking, photography, and bird watching.
21.05.2024
Við fylgjumst spennt með sumarskóla Háskólaseturs sem er á ferðalagi um norðurlandið að læra um ólíka nálgun á snjallfækkun sem hluti af alþjóðlegu samstarfi. Á hverju ári hefur Háskólasetur heimsótt eitt af samstarfslöndum verkefnisins en í ár hýsir Háskólasetur sumarskólann. 24 nemendur frá Lettlandi, Litháen, Eistlandi og Finnlandi bættust í hóp 7 meistaranema í Sjávarbyggðafræði hjá Háskólasetri ásamt Matthias Kokorsch fagstjóra Sjávarbyggðafræði.
17.05.2024
Mörg ný andlit eru í Háskólasetri Vestfjarða þessa dagana þar sem 13 meistaranemar frá Toulon háskólanum í suður Frakklandi eru í starfsþjálfun hjá Háskólasetri Vestfjarða í samtals 17 vikur. Starfsnemarnir eru meistaranemar í hafeðlis- og hafverkfræðinámi við sjávarverkfræðideild og eru hér í starfsþjálfun undir handleiðslu Björns Erlingssonar.
16.05.2024
Föstudaginn 17. maí kl. 16:30 verður formleg opnun á vefsýningunni SeaGirls – hvað er hafið fyrir þér í Turnhúsinu. Í verkefninu "Seagirls" fékk hópur af stúlkum einnota filmuvélar yfir sumartímann í þeim tilgangi að fá innsýn í samband og skilning þeirra á hafinu. Verkefnið er unnið í samstarfi milli Háskólaseturs Vestfjarða og Hversdagssafnsins og fékk styrk frá nýsköpunarsjóði og uppbyggingarsjóði Rannís, sem hluti af alþjóðlegri umræðu um kyn og haf.
15.05.2024
Háskólasetur Vestfjarða er hluti af alþjóðlegu samstarfi sem skipuleggur sumarskóla. Á hverju ári heimsækjum við eitt af samstarfslöndunum og lærum um nálgun þeirra á "snjallfækkun" fyrir svæði sem glíma við fólksfækkun. "Snjallfækkun" er aðferðafræði í byggðaþróun sem á ensku kallast "smart shrinking", en það er nálgun þar sem sæst er á íbúafækkun svæðis með áherslu á að mynda smærri kjarna með betri lífsgæðum.