31.10.2024
Catherine Chambers, rannsóknarstjóri Háskólaseturs og verkefnastjóri Jules Verne verkefnisins fór til Frakklands með Alex Tyas, fyrrum meistaranema Háskólaseturs Vestfjarða og umsjónarmanni Jules Verne verkefnisins. Þær ferðuðust til Bayonne í Frakklandi í tengslum við Jules Verne styrkinn, en hann styður rannsóknasamstarf milli íslenskra og franskra samstarfsaðila. Catherine og Alex fluttu einnig erindi á Haizebegi hátíðinni sem fagnar og heiðrar menningu Baskalands.
22.10.2024
Á hverju ári býðst nemendum Háskólaseturs Vestfjarða einstakt tækifæri að sækja Arctic Circle ráðstefnuna í Hörpu í Reykjavík sem hluti af tveimur námskeiðum: “Stjórnskipulag á norðurslóðum” og “Réttlæt umbreyting í strandhéruðum”. Á ráðstefnunni koma saman alþjóðlegir sérfræðingar, stefnumótendur og hagsmunaaðilar til að ræða brýn málefni norðurslóða. Nemendur fá tækifæri til að sitja áhugaverð erindi, pallborðsumræður og viðburði. Hópurinn sem fór frá Háskólasetri Vestfjarða á Arctic Circle ráðstefnuna í ár voru starfsfólk Háskólaseturs, stundakennarar og fjölmargir meistaranemar.
17.10.2024
Í ljósi þess að alþjóðlegi siðferðisdagurinn var 16. október þá er tilvalið að huga að mikilvægi siðferðislegra ákvarðana í auðlindastjórnun. Það er einmitt það sem meistaranemar í námskeiðinu „Siðferði manna varðandi verndun og auðlindanýtingu“ gerðu í vikunni. Þau fóru í vettvangsferð þar sem þau heimsóttu vatnsaflsvirkjun í Engidal til að fræðast nánar um þróun vatnsaflsvirkjana á Vestfjörðum og þau hagsmunamál sem þar eru uppi. Í námskeiðinu læra nemendur um fjölbreyttar kenningar og reglur þegar kemur að siðferðislegri auðlindastjórnun. Með vettvangsrannsóknum og hagnýtum verkfærum læra nemendur hvernig á að nálgast siðferðileg álitamál í rannsóknum, áætlunastjórnun, iðnaði og stefnumótun tengdri auðlindastjórnun og svæðisbundinni þróun. Á föstudaginn munu nemendur kynna sínar tillögur um lausnir á siðferðislegum áhyggjum, stórum sem smáum, sem tengjast vatnsaflsþróun á Vestfjörðum. Kennari námskeiðsins er Dr. Marie Schellens, sérfræðingur í umhverfisöryggismálum hjá Pax for Peace í Hollandi.
16.10.2024
Frá 2021 til 2024 var Háskólasetur Vestfjarða hluti af alþjóðlega rannsóknarverkefninu CliCNord. Verkefnið fjallar um það hvernig hægt sé að auka getu lítilla samfélaga á Norðurlöndunum til þess að bregðast við áhrifum loftslagsbreytinga.
Matthias Kokorsch, fagstjóri hjá Háskólasetri Vestfjarða var verkefnastjóri íslenska CliCNord hópsins. Með fjármagninu sem verkefnið fékk gat Matthias ráðið þrjá meistaranema í Sjávarbyggðafræði sem aðstoðarmenn við rannsóknina. Allir þrír meistaranemarnir unnu að meistararitgerðum sínum í tengslum við CliCNord. Eitt meistaraverkefnið var nýlega varið á seinasta varnatímabili en hin tvö hafa verið birt sem fræðigreinar í ritrýndum tímaritum.
11.10.2024
Meistaranemar í Sjávarbyggðafræði fóru nýlega í þrjár vettvangsferðir sem hluti af námskeiðinu „Fólkið og hafið: Landfræðilegt sjónarmið“. Á þessum þremur vikum sem námskeiðið stóð yfir heimsóttu nemendur nærliggjandi byggðir þar sem þau kynntust sögulegri þróun svæðisins, félags- og efnahagslegum áskorunum íbúa, og hvernig samfélögin aðlagast loftslagsbreytingum. Vettvangsferðirnar veittu nemendunum innsýn í það hvernig Vestfirðir reyna að samræma ný tækifæri í ferðaþjónustu og fiskeldi með sjálfbæra innviði og umhverfisvernd í huga.
08.10.2024
Á fimmtudag og föstudag þann 3. og 4. október var ráðstefnan “Eyjar og fjölbreytileiki” haldin í Háskólasetri Vestfjarða. Markmiðið með ráðstefnunni var að beina athygli að mikilvægi eyja og afskekktra samfélaga sem eru í sífelldri þróun og er mikilvægt að rannsaka. Eitt af einkennum eyja og afskekktra samfélaga er seigla, líffræðilegur fjölbreytileiki og menningarleg auðlegð. Eyjar og afskekkt samfélög gegna einnig mikilvægu hlutverki í tengslum við alþjóðlega, vistfræðilega og menningarlega arfleið. Með þetta hlutverk í huga miðaði þessi ráðstefna að því að kanna eyjasamfélög út frá þremur yfirgripsmiklum þemum: menningu, tungumáli og menntun.