Háskólasetur Vestfjarða á Arctic Circle ráðstefnunni

Á hverju ári býðst nemendum Háskólaseturs Vestfjarða einstakt tækifæri að sækja Arctic Circle ráðstefnuna í Hörpu í Reykjavík sem hluti af tveimur námskeiðum: “Stjórnskipulag á norðurslóðum” og “Réttlæt umbreyting í strandhéruðum”. Á ráðstefnunni koma saman alþjóðlegir sérfræðingar, stefnumótendur og hagsmunaaðilar til að ræða brýn málefni norðurslóða. Nemendur fá tækifæri til að sitja áhugaverð erindi, pallborðsumræður og viðburði. Hópurinn sem fór frá Háskólasetri Vestfjarða á Arctic Circle ráðstefnuna í ár voru starfsfólk Háskólaseturs, stundakennarar og fjölmargir meistaranemar.

Erindi og viðburðir á ráðstefnunni tengjast beint þeim viðfangsefnum sem fjallað er um í námskeiðunum tveimur sem nemendurnir taka. Þátttaka þeirra á ráðstefnunni eykur því skilning þeirra á flóknum málefnum sem tengjast norðurslóðunum, meðal annars pólitísk málefni og þau sem tengjast sjálfbærni. Umfram það sem nemendur öðlast í akademískum skilningi þá veitir ráðstefnan þeim einnig tækifæri til að mynda mikilvægar tengingar sem gætu nýst við meistaraverkefni, starfsnám eða atvinnutækifæri. Slík tengslanet geta átt þátt í að móta störf nemendanna í framtíðinni þar sem þau fá beinan aðgang að sérfræðingum á sviðum eins og stefnumótun hafsvæða, náttúruvernd og sjálfbærri þróun.

                      
Frá vinstri: Peter Weiss, forstöðumaður Háskólaseturs, John Burrows, fyrrum nemandi Háskólaseturs, Brack Hale, fagstjóri Háskólaseturs. Á mynd til hægri: Katharina Heinrich fyrrum nemandi Háskólaseturs.

Arctic Circle ráðstefnan er einnig góður vettvangur fyrir Háskólasetur Vestfjarða til að tengjast fyrrum nemendum sem hafa útskrifast og fást við málefni norðurslóða í dag. Við hittum meðal annars John Burrows sem útskrifaðist úr meistaranámi í Haf- og Strandsvæðastjórnun árið 2018. Meistaraverkefnið hans fjallaði um mögulegar markaðssetningaraðferðir fyrir íslenska grásleppu. Hann vinnur í dag sem tæknistjóri fyrir sjávarafurðir hjá Alaska Seafood Marketing Institute. Við hittum einnig Katharina Heinrich sem útskrifaðist árið 2023 einnig úr Haf- og Strandsvæðastjórnun. Meistaraverkefnið hennar fjallaði um svæðisbundna nálgun á stjórnun á úthafinu út frá sjónarhorni heimskautasvæða. Katharina er nú doktorsnemi við Háskólann í Helsinki og situr í stjórn Arctic Youth Network.

Til að sýna frá upplifun nemenda af ráðstefnunni tóku tveir nemendur að sér að fjalla um ráðstefnuna á samfélagsmiðlum Háskólaseturs. Það voru þau Benedek og Rebecca, meistaranemar á öðru ári. Myndir frá þeim má sjá hér fyrir neðan: