Catherine Chambers, rannsóknarstjóri Háskólaseturs og verkefnastjóri Jules Verne verkefnisins fór til Frakklands með Alex Tyas, fyrrum meistaranema Háskólaseturs Vestfjarða og umsjónarmanni Jules Verne verkefnisins. Þær ferðuðust til Bayonne í Frakklandi í tengslum við Jules Verne styrkinn, en hann styður rannsóknasamstarf milli íslenskra og franskra samstarfsaðila. Catherine og Alex fluttu einnig erindi á Haizebegi hátíðinni sem fagnar og heiðrar menningu Baskalands.
Jules Verne verkefnið er hluti af stærra samstarfi sem tengist þróun Baskaseturs í Djúpavík og er styrkt af Creative Europe. Safnið er staðsett Í Djúpavík vegna atburða sem áttu sér í stað árið 1615 þegar þrjú basknesk hvalveiðarskip komu til landsins og stunduðu hvaðveiðar á Vestfjörðum. Þegar skipin þrjú voru á heimleið eftir sumarið strönduðu þau í stormi nálægt Djúpavík. Margir lifðu storminn af en fljótlega eftir það myrtu Íslendingar 31 baskneskan hvalveiðimann. Eðlilega kallar þessi saga fram tilfinningaleg viðbrögð bæði Íslendinga og Baska.
Mynd til vinstri: Alex Tyas kynnir doktorsverkefnið sitt á samfélagslegri þátttöku í fornleifarfræði. Mynd til hægri: Catherine Chambers kynnir rannsóknarverkefni Háskólaseturs.
Jules Verne verkefnið hefur það að markmiði að skilja hvernig þessar tilfinningar sameinast til að skapa endurnýjaða menningarlega tengingu milli Íslands og Baskalands. Verkefninu er stýrt af Dr. Denis Labord frá CERN og Dr. Catherine Chambers. Í verkefninu verður gerð greining á þróun Baskasetursins sem tæki til samfélagsþróunar. Auk þess verður reynsla og viðhorf íslenskra heimamanna og Baska varðandi þróun safnsins í Djúpavík skrásett. Í rannsóknarhópnum eru einnig doktorsnemar og notast verður við greiningarlega nálgun til að rannsaka tilfinningar, viðhorf og reynslu fólks í dag á endurvakningu á þessum menningarlegu tengslum. Baskasetrið er mikilvægt dæmi um hlutverk sjóminja í samfélagsþróun, söfnum og þátttöku fólks í samfélaginu. Verkefnið er samstarfsverkefni milli Háskólaseturs Vestfjarða, Haizebegi, Albaola, Baskaseturs, Baskavinafélags og Rannís.
Alex Tyas, Catherine Chambers og Elísabet Gunnarsdóttir stjórnarmeðlimur Háskólaseturs Vestfjarða stödd í Albaola á Haizebegi hátíðinni.