Christoph Pfülb meistaranemi fær styrk til að kanna sjálfboðaliðastarf og áhættustýringu á Íslandi

Það er ánægjulegt að segja frá því að Christoph Pfülb, meistaranemi á öðru ári í Sjávarbyggðafræði hjá Háskólasetri Vestfjarða hefur hlotið rannsóknarstyrk frá Byggðastofnun fyrir lokaverkefnið sitt „Sjálfboðaliðastarf og áhættustýring á Íslandi: Rannsókn á hlutverki staðartengsla og staðbundinnar þátttöku í björgunarsveitum og hjálparstarfi“.

Háskólasetur Vestfjarða er 20 ára

Háskólasetur Vestfjarða verður 20 ára í ár. Fyrir 20 árum börðust Vestfirðingar fyrir töluvert mörgu, malbikuðum vegum, göngum, farsímasambandi, strandveiðum og strandsiglingum, öryggi, rafmagni á jólunum, og, jú, háskóla. Ekki meira né minna en það.