Aðalfundur Háskólaseturs Vestfjarða verður haldinn n.k. föstudag, 14.03.2025 kl. 13:00. Fundurinn er opinn gestum. Skv. skipulagsskrá Háskólaseturs þarf aðalfundurinn að vera haldinn seinast í maí ár hvert og hingað til hefur hann alltaf verið haldinn í maí. Í tilefni afmælisársins var ákveðið að halda aðalfund sem næst upprunalega stofndeginum og heiðra um leið stofnaðilana og það djarfa framtak að stofna sjálfseignarstofnunina Háskólasetur Vestfjarða.
Í beinu framhaldi af aðalfundinum, um kl. 14:30, verður opið hús í Vestrahúsinu þar sem stofnanir og fyrirtæki kynna sig og eru með ýmsar uppákomur og því geta bæjarbúar nýtt tækifærið og séð þá fjölbreyttu starfsemi sem fram fer í Vestrahúsi. Einnig er 20 metra afmæliskaka í undirbúningi og einhverjar stofnanir ætla að bjóða upp á veitingar og/eða leiki og verður það auglýst síðar.
Stjórn Háskólaseturs setur afmælishátíð með ávarpi kl. 15:00.
Smelltu hér til að skoða viðburðinn á facebook.