26.08.2024
Nú er aftur komið að meistaraprófsvörnum hjá nemendum Háskólaseturs Vestfjarða. Varnirnar hefjast á þriðjudaginn 3. september og munu 13 nemendur kynna og verja meistaraverkefni sín á næstu vikum. Umfjöllunarefnin eru afar áhugaverð og varnirnar eru opnar almenningi. Einnig er hægt að fylgjast með á zoom og linkana má finna í töflunni hér að neðan.
23.08.2024
Í dag og á morgun fara fram nýnemadagar hjá Háskólasetri Vestfjarða þar sem tekið er á móti meistaranemum og nýtt skólaár sett. Nemendahópurinn sem var viðstaddur í dag samanstendur af meistaranemum Háskólaseturs Vestfjarða í námsleiðunum tveimur: Haf- og Strandsvæðastjórnun og Sjávarbyggðafræði. Einnig voru nemendur í meistaranámi í “Climate Change and Global Sustainability” viðstaddir en þeir dvelja hjá Háskólasetri í eina önn í gegnum bandaríska SIT háskólann í Vermont.