29.04.2024
Welcome to our “catching up with alumni” series where we introduce you to previous UW students over the years. Isabelle Price is a 25 year old alum who graduated from the Coastal Marine Management master’s program in 2023. Isabelle's hobbies include running, biking, and kayaking.
26.04.2024
Tveir meistaranemar Háskólaseturs Vestfjarða fengu styrk til að rannsaka hnúfubaka í Ísafjarðardjúpi í sumar og haust, þau Benedek Regoczi and Laura Lyall. Styrkurinn er veittur af Rannís, nýsköpunarsjóði námsmanna, fyrir 2.040.000kr. Brack Hale, fagstjóri meistaranáms í Haf- og Strandsvæðastjórnun sótti um styrkinn fyrir hönd Háskólaseturs Vestfjarða fyrir verkefnið “Rannsóknir á hvölum fyrir ábyrgar siglingaleiðir”. Verkefnið verður unnið í samvinnu við Borea, Sjóferðir, Húsavík, Vestmannaeyjar og Whale Wise. Í verkefninu kemur fram að Ísafjarðardjúp er mikilvægt fæðusvæði fyrir hnúfubaka en litlar upplýsingar liggja fyrir um hvalina í dag. Á sama tíma er mikið um röskun af mannavöldum á svæðinu þar á meðal tíðar bátsferðir um Ísafjörð og er talið að þær muni bara aukast, sem getur þýtt meiri áhrif á hegðun og heilsu hvalanna. Í verkefninu er lagt til samstarfsnet til að kanna útbreiðslu hvalanna í Ísafjarðardjúpi til að stuðla að upplýstum og ábyrgum starfsháttum á svæðinu. Verkefnið veitir tveimur nemendum styrk eins og áður segir, sem munu vinna í samvinnu við hvalaskoðunarfyrirtæki, verndarsamtök og fræðilega samstarfsaðila til að safna gögnum og greina þau. Laura mun meta mikilvægi svæðisins fyrir hvali, á meðan Ben mun kanna dreifingu hvala á svæðinu til að bera kennsl á skörun við starfsemi af mannavöldum. Nemendurnir munu vinna saman að gerð ráðlegginga um ábyrgar siglingar í Ísafjarðardjúpi.
19.04.2024
Welcome to our “catching up with alumni” series where we introduce you to previous UW students over the years. Tyler Wacker is a 33 year old alum who graduated from the Coastal Communities and Regional Development master’s program in 2022. Tyler's hobbies include biking, surfing, and skateboarding.
18.04.2024
Á fimmtudagsmorgni komu starfsmenn Byggðastofnunar við í nýbyggðum stúdentagörðum Háskólaseturs Vestfjarða. Þó Byggðastofnun hefði ekki komið að fjármögnun stúdentagarða hafa starfsmenn sýnt þessu framtaki mikinn áhuga, enda leið til að efla byggð.