Þurfum að hlúa betur að vistkerfinu
30.03.2023
Halldór Þorgeirsson, formaður Loftlagsráðs, leit inn í kennslustund í námskeiðinu Stjórnun verndaðra hafsvæða í morgun og hélt óformlegt erindi fyrir nemendur og starfsfólk. Halldór var á Ísafirði vegna Fagráðstefnu Skógræktar sem haldin var í Edinborgarhúsinu í gær, og notaði tækifærið til að heimsækja Háskólasetur Vestfjarða.