Sagan öll: Hnöttur er aldrei á hvolfi
31.01.2025
Sagan öll – eða það óumflýjanlega óvísindalega í akademískri starfsemi.
Háskólasetur Vestfjarða á stórafmæli í ár. Á þeim tuttugu árum hefur margt gerst sem skrifað hefur verið í ársskýrslur og tíundað á vefsíðu, samfélagsmiðlum og Bæjarins Besta. En sumt hefur aldrei verið sagt. Sögur sem ekki þótti þess virði að skrifa niður. Sögur sem eru einum of mannlegar. Það ólýsanlega fyndna í hinni alvarlegu akademísku starfsemi. Sagan sem er ómögulega alvarlega takandi. Undir yfirskriftinni "Sagan öll" tökum við hér saman nokkrar af þeim og það þarf ekki að taka þær alvarlega, það er bara viðeigandi að rifja upp skemmtilegar sögur á afmælishátíðum.