Christoph Pfülb meistaranemi fær styrk til að kanna sjálfboðaliðastarf og áhættustýringu á Íslandi
07.01.2025
Það er ánægjulegt að segja frá því að Christoph Pfülb, meistaranemi á öðru ári í Sjávarbyggðafræði hjá Háskólasetri Vestfjarða hefur hlotið rannsóknarstyrk frá Byggðastofnun fyrir lokaverkefnið sitt „Sjálfboðaliðastarf og áhættustýring á Íslandi: Rannsókn á hlutverki staðartengsla og staðbundinnar þátttöku í björgunarsveitum og hjálparstarfi“.