30.12.2023
Ef við horfum til baka á árið 2023 hafa því fylgt krefjandi fréttir á heimsvísu. Á slíkum tímum er mikilvægt að vekja athygli á góðum fréttum og afrekum. Hjá Háskólasetri Vestfjarða voru margar góðar stundir sem við munum varðveita í okkar minningum. Stærsti áfanginn okkar var opnun á nýju stútendagörðum Háskólaseturs Vestfjarða í haust. Að verða vitni að þeirri þróun sem kom frá hugmynd í áþreifanlegan hlut á einu ári var alveg frábært. Að takast á við svona flókið verkefni úti á landi sem var óútreiknanlegt, þarfnaðist mikillar samvinnu, þrautseigju og þolinmæði. Þetta var ekki einungis byggingarverkefni, heldur var þetta í raun þróun sjávarbyggðar í rauntíma.
22.12.2023
Emma Dexter, nemandi hjá Háskólasetri Vestfjarða í Sjávarbyggðafræði hefur hlotið styrk frá stjórn Byggðastofnunar upp á 330.000 kr til þess að vinna lokaverkefnið sitt. Hún hefur því bæst við í hóp nemenda Háskólaseturs sem nýlega fengu styrk til vinnu lokaverkefnis, sem fjallað var um nýlega hér. Emma mun rannsaka staðartengsl (place attachment) fólks sem býr á hættusvæðum vegna náttúruhamfara, til að mynda þekktum snjóflóðasvæðum. Hún mun einnig kanna vitund fólks á loftslagsbreytingum og mat þeirra á hamfarahættu á Íslandi. Þar að auki mun hún kanna hvort munur finnst á þessum þáttum milli byggða eftir því hvort fólk búi á svæðum þar sem meiri líkur eru á náttúruhamförum eða ekki. Þetta mun hún gera með því að framkvæma könnun meðal íbúa á landsvísu.
18.12.2023
Þrír nemendur Háskólaseturs Vestfjarða hlutu nýverið styrk frá Hafsjó af Hugmyndum til þess að vinna lokaverkefni sín. Hafsjór af Hugmyndum er nýsköpunarstyrkur til háskólanema á vegum Sjávarútvegsklasa Vestfjarða og er unnið í samstarfi við Vestfjarðarstofu. Styrkurinn er ætlaður háskólanemum í grunn- eða framhaldsnámi við íslenska háskóla fyrir lokaverkefni sem hafa það markmið að skapa aukin verðmæti úr sjávarauðlindum eða efla atvinnulíf á vestfjörðum.