Horft til baka á árið 2023

Ef við horfum til baka á árið 2023 hafa því fylgt krefjandi fréttir á heimsvísu. Á slíkum tímum er mikilvægt að vekja athygli á góðum fréttum og afrekum. Hjá Háskólasetri Vestfjarða voru margar góðar stundir sem við munum varðveita í okkar minningum. Stærsti áfanginn okkar var opnun á nýju stútendagörðum Háskólaseturs Vestfjarða í haust. Að verða vitni að þeirri þróun sem varð úr hugmynd í áþreifanlegan hlut á einu ári var alveg frábært. Að takast á við svona flókið og óútreiknanlegt verkefni á landsbyggðinni  þarfnaðist mikillar samvinnu, þrautseigju og þolinmæði. Þetta var ekki einungis byggingarverkefni, heldur var þetta í raun þróun sjávarbyggðar í rauntíma.

Háskólasetur Vestfjarða sló einnig nokkur met árið 2023 á ýmsan hátt. Við upplifðum annasamasta varnartímabil hingað til þar sem 32 nemendur útskrifuðust. Það var spennandi að sjá hve fjölbreytt rannsóknarefnin voru og yfir hve mörg lönd þau náðu. Sumar meistararitgerðir hlutu jafnvel fjármögnun, til marks um gæði þeirra. Rétt fyrir jól fengum við síðan frábærar fréttir um þrjá nemendur sem fengu styrk fyrir vinnu á meistaraverkefni og fljótlega bættist annar við. Þar að auki átti fræðasamfélagið okkar frábært ár þar sem ellefu greinar voru birtar eftir starfsfólk Háskólaseturs og/eða nemendur sem fengu meistararitgerð gefna út sem grein.

Viðvera okkar á Arctic Circle Ráðstefnunni var einnig sérstök í ár þar sem átta kennarar frá háskólasetri og fjölmargir fyrrverandi nemendur tóku þátt. Talandi um Arctic Circle, við erum afar ánægð með að vera hluti af Grímsson fræðanetinu. Við tókum á móti fyrstu rannsakendunum seinustu vikurnar og hlökkum til þeirra sem koma á næsta ári. Þátttaka okkar í innlendu og alþjóðlegu samstarfi heldur áfram að blómstra og við bíðum spennt eftir (vonandi jákvæðum) niðurstöðum frá yfirstandandi umsóknum.

Talandi um samstarf, Háskólasetur Vestfjarða hýsti CliCNord (Climate Change Resilience in Small Communities in the Nordic Countries) verkefnið hér á Vestfjörðum fyrr á árinu. Á meðan svæðin voru skoðuð þar sem tilviksrannsóknir fóru fram þá voru framtíðaráætlanir fyrir verkefnið kortlagðar. Í heildina voru þrír nemendur sem tengdust verkefninu og voru með mikilvæg framlög. Tveim af þeim hafa nú þegar varið meistararitgerðir sínar með góðum árangri og eru með óútgefna grein í vinnslu. Þetta ár er búið að vera afkastamikið hjá CliCNord verkefninu og má þá nefna fyrstu birtu greinina og þátttöku í alþjóðlegum og innlendum ráðstefnum. Þegar líður á verkefnið og seinustu mánuðir þess nálgast bjóðum við ykkur að lesa meira um það á www.clicnord.org

Í vor 2023 fór Háskólasetur Vestfjarða í fyrsta sinn í ferð erlendis þar sem nemendur tóku þátt í alþjóðlegum vettvangsskóla. Í samvinnu við Finnland, Svíþjóð og Eystrasaltsríkin, ferðuðust nemendur Háskólaseturs í gegnum Litháen og Lettland þar sem þeir könnuðu byggða- og samfélagsþróun með ólíkum sjónarhornum. Nemendurnir framkvæmdu þeirra eigin rannsókn í ólíkum bæjarsamfélögum og heilluðu okkur með getu þeirra og hugrekki til að framkvæma rannsókn í framandi aðstæðum. Við erum spennt fyrir sumarskólanum hér á Íslandi 2024 þar sem afskekkt svæði á Norðausturlandi verða könnuð og nemendur kynnast ólíkum aðferðum.

Á meðan sex nýjir kennarar hófu frumraun sína hjá Háskólasetri Vestfjarða á árinu, tókum við á móti 28 kunnuglegum kennurum sem komu aftur til Ísafjarðar, sem er vissulega ákveðið merki um stöðugleika og gefur til kynna að kennurum finnist gaman að kenna við Háskólasetur. Í Ágúst 2023 tókum við svo á móti nýjum hópi nemenda sem voru 36 talsins frá 12 mismunandi löndum, sem auðgar samfélag okkar enn frekar. Við sjáum við einnig vaxandi áhuga á íslensku námskeiðum sem Háskólasetur Vestfjarða býður upp á og við erum stolt af því að vera partur af átakinu Gefum íslensku séns - íslenskuvænt samfélag. Við óskum einnig Ólafi Guðsteini Kristjánssyni, forsprakka átaksins, til hamingju með Evrópsku tungumálaverðlaunin fyrir nýstárleg tungumálverkefni. Að lokum erum við ánægð með að (nýjasti) fagstjóri meistaranáms, Brack Hale, fagnar fyrsta árinu með okkur nú í Desember.

Þetta ár hefur einkennst af töluverðum fjölda afreka og jákvæðum framförum. Ég hef eflaust gleymt einhverju, en það sem er mikilvægara: Takk fyrir öll þið sem lögðuð ykkar af mörkum á þessu spennandi og farsæla ári”

Matthias Kokorsch, fagstjóri meistaranáms í sjávarbyggðafræði.