Háskólasetur á GLISFO 2024 í Færeyjum

Matthias Kokorsch, fagstjóri meistaranámsins í Sjávarbyggðafræði fór nýlega til Færeyja ásamt tveimur meistaranemum úr Háskólasetri Vestfjarða til að taka þátt í GLISFO 2024. Nemendurnir tveir sem slógust með í för eru Tabea Jacob, nemandi í Haf- og Strandsvæðastjórnun og Rebecca Eriksson, nemandi í Sjávarbyggðafræði.

GLISFO stendur fyrir Grænland, Ísland og Færeyjar og er vinnustofa með því markmiði að efla Vestnorræna samvinnu. Vinnustofan stóð yfir í þrjá daga og komu margir vísindamenn saman sem starfa á Grænlandi, Íslandi og í Færeyjum til að ræða sameiginleg áhugasvið í rannsóknum og svæði sem hafa vísindalegt mikilvægi í Vestnorrænum löndum. Vinnustofan var vettvangur til að skiptast á hugmyndum, innsýn og reynslu en einnig til að koma á stað samvinnu í framtíðinni. Vinnustofan var á vegum Rannsóknaráðs Grænlands, Rannsóknaráðs Færeyja, Rannís, Norrænna orkurannsókna og Íslenska norðurslóðasamvinnunetsins.

Í vinnustofunni var fjallað um öll þau svið sem skipta máli fyrir Háskólasetur Vestfjarða og rannsóknastarfsemi þess. Umfjöllunarefnin tengdust einnig innihalds námskeiða hjá Háskólasetri töluvert. Þar má meðal annars nefna málstofur og pallborðsumræður sem fjölluðu um græna orku, hafið, félagsvísindi; landafræði og stjórnmál, bláa hagkerfið, loftslag, sjálfbærni og menningu.

Háskólasetur Vestfjarða var þó nokkuð áberandi á GLISFO í ár. Matthias kynnti nýjustu rannsóknarverkefnin sín sem verða unnin í samvinnu við Nordregio og skoska háskólann “University of Highlands and Islands”. Yfirskriftin á erindinu hans var: “Hlutverk staðbundinnar þekkingar í svæðisskipulagi sjávar fyrir réttlát græn umskipti á tímum stafrænna umbreytinga og loftslagsbreytinga”. Tabea Jacob, meistaranemi í Haf- og Strandsvæðastjórnun kynnti hugmyndir sínar fyrir meistaraverkefnið sitt og mögulegar rannsóknarhugmyndir. Erindið hennar bar titilinn “Blátt efnahagslegt réttlæti í hafskipuagi á norðurslóðum”. Rebecca Eriksson meistaranemi í Sjávarbyggðafræði kynnti hugmynd sína fyrir meistaraverkefnið sitt, en það er hluti af rannsóknarverkefni sem Háskólasetur Vestfjarða leiðir. Erindið bar yfirskriftina: “Skilningur á samþættingu staðbundinnar þekkingar og gervigreindar í hafskipulagi”.

Auk þeirra á ráðstefnunni voru viðstödd Catherine Chambers rannsóknarstjóri Háskólaseturs Vestfjarða, Jóhanna Gísladóttir kennari í Sjávarbyggðafræði, leiðbeinandi og prófdómari hjá Háskólasetri Vestfjarða og Ólafur Ögmunarson fyrrverandi kennari námskeiðsins “Mat á umhverfisáhrifum” hjá Háskólasetri Vestfjarða.

         

Matthias, Tabea og Rebecca vilja koma á framfæri þakklæti fyrir boðið frá Færeyska rannsóknaráðinu og fyrir að gefa þeim þetta einstaka tækifæri.