Jólasamningur til næstu þriggja ára

Jóhann Egilsson, Snerpu, og Peter Weiss, Háskólasetri, við undirritun samnings.
Jóhann Egilsson, Snerpu, og Peter Weiss, Háskólasetri, við undirritun samnings.

Um áramótin verða breytingar í netþjónustu hjá Háskólasetri. FS-netið, eða sér nettenging til Fræðslu- og símenntunarstöðva og þeirra sem halda utan um fjarnám, verður lagt niður. í staðinn hefur nú Háskólasetur samið við Snerpu vegna þessarar þjónustu.

FS-netið var byggt upp á árunum um þúsaldamót til að tryggja fjarsamskipti sem ört vaxandi fjarnámsframboð krafðist. Fyrsta fjarnám til Vestfjarða var hjúkrunarfræðinám 1998 frá Háskólanum á Akureyri, en fáeinum árum síðar, 2005, hafa þegar um 100 Vestfirðingar verið í fjarnámi, auk um 50 manns í kennsluréttindanámi. Allt þetta fólk þurfti á öflugum tengingum að halda, sem voru vægast sagt ekki á hverju strái í þá daga. FS-netið til Fræðslu- og símennntunarstöðva, seinna líka til Háskólaseturs, tryggði að fjarnámið geti farið fram hnökralaust – og er þá þegið um þá marga hnökra sem vissulega hafa verið daglegt brauð á upphafsárunum.

Með síbættri ljósleiðaratengingu í alla landshluti hefur mikilvægi FS-nets minnkað ár frá ári og verður lagt niður nú um áramótin. Nú býður Snerpa upp á sambærilega lausn á viðráðanlegum kostnaði og hafa Jóhann Egilsson, Snerpu, og Peter Weiss, Háskólasetri, nú rétt fyrir jól gengið frá undirritun samnings. Um leið flyst þjónusta í heimabyggð með tilheyrandi þjónustunánd.