Fréttir

Takið þátt í könnun fyrir Vestfirði!

Háskólasetur Vestfjarða óskar eftir þátttöku sem allra flestra Vestfirðinga í spurningakönnun vegna rannsóknarverkefnis um aðlögun fólks að svæðunum sem það býr á.

Spennandi starfstækifæri hjá Háskólasetri!

School for International Training (SIT) háskólann í Vermont, Bandaríkjunum, auglýsir eftir nýjum fagstjóra fyrir misserisnámið sitt á Íslandi. Um er að ræða heilsársstarf og mun viðkomandi starfa hjá Háskólasetri Vestfjarða á Ísafirði. Umsóknarfrestur er til 10. júlí og æskilegt að viðkomandi hefji störf 1. ágúst.

Einurð og seigla í fjarnámi á Vestfjörðum

Í tilefni þess að í ár eru 25 ár liðin frá því að fjarnám við Háskólann á Akureyri hófst á Ísafirði, var haldið málþing í Háskólasetri síðastliðinn föstudag.

Háskólahátíð í stafalogni á Hrafnseyri

Venju samkvæmt fór Háskólahátíð fram á Hrafnseyri þjóðhátíðardaginn 17. júní, sem hluti af hátíðardagskránni á fæðingarstað Jóns Sigurðssonar. Óvenjustór hópur útskriftarnema tók þar við skírteinum sínum frá rektor HA og fékk útskriftarkolla Háskólaseturs, sem eru prjónaðar "skotthúfur" í þjóðlegum stíl, og er útskriftarárið grafið í kólfinn.

Fróðlegt málþing um íslenskunám innflytjenda

Málþing á vegum átaksins Gefum íslensku séns fór fram í gær í Háskólasetri, með áframhaldandi vinnustofu fyrir hádegi í dag. Mörg fróðleg erindi voru flutt á málþinginu, sem bar yfirskriftina Hvernig getur samfélag hjálpað til við máltileinkun?

Mikil dagskrá framundan

Átakið Gefum íslensku séns er komið í sumargírinn og ýmislegt áhugavert á dagskrá á næstunni eins og sjá má á meðfylgjandi veggspjaldi.

Sendiherra í heimsókn

Sendiherra Kanada á Íslandi, Jeannette Menzies, heimsótti Háskólasetur Vestfjarða í dag og ræddi við bæði nemendur og starfsfólk um áframhaldandi og aukið samstarf við kanadískar stofnanir.

Aðalfundur Háskólaseturs

Aðalfundur Háskólaseturs Vestfjarða 2023 fór fram föstudaginn 5. maí. Auk hefðbundinna aðalfundarstarfa fóru fram bæði kosning stjórnar og kjör formanns fulltrúaráðs.

Fræðadvöl í Grímshúsi - opnað fyrir umsóknir

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um fræðadvöl í Grímshúsi á Ísafirði og er umsóknarfrestur til 1. júlí. Fræðadvölin er samvinnuverkefni Stofnunar Ólafs Ragnars Grímssonar, Háskólaseturs Vestfjarða, Háskóla Íslands, Háskólanna í Reykjavík og á Akureyri, Kerecis og Hringborðs Norðurslóða.

Nemendur læra um "snjallfækkun"

Nemendahópur frá Háskólasetri Vestfjarða er lagður af stað áleiðis til Lettlands og Litháens þar sem hann tekur þátt í Nordplus námskeiði um fólksfækkun í smærri byggðum.