Fréttir

Another UW student receives a thesis grant

Emma Dexter, an UW student in the Coastal Communities and Regional Development master’s program, has received a grant from the Regional Development Agency of Iceland for her final project. She has received ISK 330.000 to research the place attachment of people who live in areas at risk from natural disasters in Iceland. She will also explore people's awareness of climate change and their assessment of disaster risk. In addition, she wants to know whether there are differences in these factors between places depending on whether people live in areas with a risk of natural disasters or not. She will do this by conducting a national survey in Iceland.

Annar nemandi fær styrk

Emma Dexter, nemandi hjá Háskólasetri Vestfjarða í Sjávarbyggðafræði hefur hlotið styrk frá stjórn Byggðastofnunar upp á 330.000 kr til þess að vinna lokaverkefnið sitt. Hún hefur því bæst við í hóp nemenda Háskólaseturs sem nýlega fengu styrk til vinnu lokaverkefnis, sem fjallað var um nýlega hér. Emma mun rannsaka staðartengsl (place attachment) fólks sem býr á hættusvæðum vegna náttúruhamfara, til að mynda þekktum snjóflóðasvæðum. Hún mun einnig kanna vitund fólks á loftslagsbreytingum og mat þeirra á hamfarahættu á Íslandi. Þar að auki mun hún kanna hvort munur finnst á þessum þáttum milli byggða eftir því hvort fólk búi á svæðum þar sem meiri líkur eru á náttúruhamförum eða ekki. Þetta mun hún gera með því að framkvæma könnun meðal íbúa á landsvísu.

Three UW students receive a grant for thesis research

Three UW students have received a grant from “Hafsjó af Hugmyndir” for their thesis work. Hafsjór af Hugmyndum is an innovation grant for university students organised by Sjávarútvegklasi Vestfjarðar in collaboration with Vestfjarðastofa. The grant is intended for undergraduate or graduate students at an Icelandic university for a final project whose goal is to create increased value from marine products or to promote business life in the Westfjords.

Þrír nemendur hljóta styrk fyrir lokaverkefni

Þrír nemendur Háskólaseturs Vestfjarða hlutu nýverið styrk frá Hafsjó af Hugmyndum til þess að vinna lokaverkefni sín. Hafsjór af Hugmyndum er nýsköpunarstyrkur til háskólanema á vegum Sjávarútvegsklasa Vestfjarða og er unnið í samstarfi við Vestfjarðarstofu. Styrkurinn er ætlaður háskólanemum í grunn- eða framhaldsnámi við íslenska háskóla fyrir lokaverkefni sem hafa það markmið að skapa aukin verðmæti úr sjávarauðlindum eða efla atvinnulíf á vestfjörðum.

Place attachment and avalanche threat

Matthias Kokorsch, academic director of the Coastal Communities and Regional Development master’s program at UW and Jóhanna Gísladóttir, from the Agricultural University of Iceland (Landbúnaðarháskóli Íslands), have been researching the interaction between place attachment and natural disasters with the CliCNord project. The CliCNord project examines how small rural communities in the Nordic countries understand their own situation, how they handle adverse events, and under what circumstances they need help from the established system and civil society organizations. There are different hazards that affect local communities across the Nordic countries that are regarded as a direct consequence of climate change, like coastal flooding, cloudbursts, wildfires, slush avalanches, and flash floods for example. In the CliCNord project, there are 8 different cases in 5 countries: Denmark, Sweden, Norway, the Faroe Islands and Iceland.

Samspil staðartengsla og náttúruváar

Matthias Kokorsch, fagstjóri meistaranáms hjá Háskólasetri Vestfjarða og Jóhanna Gísladóttir, lektor við Landbúnaðarháskóla Íslands hafa verið að rannsaka samspil staðartengsla og náttúruváar sem hluti af CliCNord verkefninu. CliCNord verkefnið fjallar um hvernig hægt sé að auka getu lítilla samfélaga á Norðurlöndunum til þess að bregðast við áhrifum loftslagsbreytinga. Markmið verkefnisins er að skoða hversu undirbúin lítil samfélög eru til að takast á við slíkar áskoranir, hvaða skilning þessi samfélög hafa á sínum aðstæðum, hvernig hæfni íbúa getur hjálpað til við að byggja upp getu samfélagsins og í hvaða aðstæðum þessi samfélög þurfa aðstoð. Verkefnið gengur út frá því að náttúruvá mun hafa aukin áhrif á þessi samfélög vegna loftslagsbreytinga en það sem hefur verið skoðað í CliCNord verkefninu er til að mynda ofanflóð, stormar, flóð og gróðureldar. Alls eru 8 rannsóknir unnar í 5 löndum: Danmörku, Svíþjóð, Noregi, Færeyjum og Íslandi.

Give Icelandic A Chance receives the European Language Label

The campaign Gefum íslensku séns or “Give Icelandic a chance” has been awarded the European Language Label. The award encourages the development of new techniques and initiatives in the field of language learning and teaching. The label is awarded to the most innovative language learning projects in each EU member state and third country associated to Erasmus+. The campaign Give Icelandic a Chance received the award from the Ministry of Education and Children's Affairs and Rannís in collaboration with the European Commission. You can read more about the European Language Label here.

Gefum íslensku séns fær Evrópumerki

Átakið “Gefum íslensku séns” hefur hlotið viðurkenninguna Evrópumerki eða European Language Label. Viðurkenningin er fyrir tungumálakennara og/eða aðra sem koma að nýsköpun og tækniþróun í tungumálakennslu. Þau eru veitt af Mennta- og barnamálaráðuneyti og Rannís fyrir nýbreytniverkefni á sviði tungumálanáms og kennslu í samstarfi við framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. Evrópumerkinu er ætlað að beina athygli að frumlegum verkefnum í námi og kennslu erlendra tungumála og áhersla er lögð á nýbreytni og símenntun. Meira um Evrópumerkið er hægt að lesa hér.

Rannsóknir á Vestfjörðum kynntar í Vísindaporti

Á föstudaginn 10. Nóvember var Vísindaport Háskólaseturs Vestfjarða haldið utan veggja Háskólasetursins í fyrsta sinn. Viðburðurinn var haldinn í Blábankanum á Þingeyri þar sem fræðafólk á Vestfjörðum hélt stutta fyrirlestra um nýjustu rannsóknir sínar. Fræðafólkið tilheyrir Rannsóknarsamfélagi Vestfjarða sem er opinn hópur fólks sem stundar rannsóknir á Vestfjörðum og í nærumhverfi. Fyrirlesararnir voru meðal annars frá Háskólasetri Vestfjarða, Háskóla Íslands og Náttúrustofu Vestfjarða.

Introducing research in the Westfjords

On Friday, November 10th, the weekly lunch lecture was held outside the walls of the University Centre of the Westfjords for the first time. The event was held at Blábankinn in Þingeyri, where researchers from the Westfjords gave short lectures about their latest work. The researchers are part of the Westfjords Research Association , which is a group of people who conduct research in the Westfjords and the surrounding area. The speakers were from the University Centre of the Westfjords (UW), the University of Iceland and the Natural Science Institute of the Westfjords.