Háskólasetur Vestfjarða er hluti af alþjóðlegu samstarfi sem skipuleggur sumarskóla. Á hverju ári heimsækjum við eitt af samstarfslöndunum og lærum um nálgun þeirra á "snjallfækkun" fyrir svæði sem glíma við fólksfækkun. "Snjallfækkun" er aðferðafræði í byggðaþróun sem á ensku kallast "smart shrinking", en það er nálgun þar sem sæst er á íbúafækkun svæðis með áherslu á að mynda smærri kjarna með betri lífsgæðum.
Í ár hýsir Háskólasetur Vestfjarða þennan sumarskóla þar sem 24 nemendur frá Lettlandi, Litháen, Eistlandi og Finnlandi bætast í hóp 7 nemenda í Sjávarbyggðafræði hjá Háskólasetri og ferðast saman um norðurlandið.
Hópurinn lagði af stað á sunnudaginn 12. maí, ásamt Matthias Kokorsch fagstjóra meistaranámsins í Sjávarbyggðafræði.
"Við eyddum fyrsta deginum í kennslustofunni þar sem löndin lærðu hver af öðru um byggðaþróun og lýðfræði. Á þriðjudaginn fórum við að Mývatni og skoðuðum Kröfluvirkjun og nýja þjónustuhúsið Gigur. Þessar tvær heimsóknir gáfu okkur góðar hugmyndir um endurnýjanlega orku á Íslandi og einnig samfélagsþróunina á Mývatni. Athyglisvert er að Gigur breytti fyrrum hóteli í fræðslu-, rannsókna- og upplýsingastað sem þjónar bæði hagsmunum sveitarfélaga og gesta. Eftir heimsókn á jarðhitasvæðin í kringum Námafjall fengum við sennilega besta útsýnið fyrir hádegishlé, skoðuðum vatnið og jarðhitavirknina á svæðinu." - Segir Matthias Kokorsch.
"Við stoppuðum að sjálfsögðu við Goðafoss á leiðinni til baka til Akureyrar og náðum loksins hópmyndinni okkar. Ekki auðvelt verk að fá 37 manns og foss á mynd." - segir Matthias.
Háskólasetrið þakkar kærlega fyrir góðar viðtökur í Háskólanum á Akureyri og frábærir gestafyrirlesarar og erindi frá Albertínu Elíasdóttur (SSNE), Ottó Elíassyni (Eim), Hildi Vésteinsdóttur (Landsvirkjun) og takk fyrir teymi Gígur og Umhverfisstofnun Íslands við Mývatn.
Spennandi verður að heyra og sjá hvers nemendurnir verða vísari í sumarskólanum en hægt verður að fylgjast með hópnum næstu tvær vikur á Instagram (@uwiceland) og Facebook síðum Háskólaseturs Vestfjarða.