21.03.2025
Háskólasetur Vestfjarða (HV) hefur hlotið styrk frá NordForsk fyrir verkefnið „LostToClimate“, sem mun rannsaka óhjákvæmileg tjón, önnur en efnahagsleg, sem samfélög á Norðurslóðum verða fyrir vegna loftslagsbreytinga. Þetta samstarfsverkefni sameinar vísindamenn og samfélög í Finnlandi, Svíþjóð, Noregi, Íslandi, Grænlandi, Kanada og Bandaríkjunum, þar á meðal nokkur samfélög frumbyggja, til að skapa nýja þekkingu sem getur stutt við aðlögun í framtíðinni.
19.03.2025
Á aðalfundi Háskólaseturs Vestfjarða s.l. föstudag, 14. mars 2025, þar sem allir stofnaðilar eru saman komnir, kynnti forstöðumaður undir öðrum málum áform um að vilja láta af störfum á yfirstandandi ári.
17.03.2025
Háskólasetur Vestfjarða fagnaði 20 árum á föstudaginn með opnu húsi í Vestrahúsi. Fleiri stofnanir í húsinu tóku þátt í fögnuðinum og var dagskráin fjölbreytt og aðsóknin fram úr vonum. Hjá Háskólasetri hófst dagskráin á aðalfundi sem hefur venjulega verið haldinn í maí ár hvert, en var í tilefni afmælisársins haldinn nær stofndegi Háskólaseturs og samtvinnaður við opið hús.
10.03.2025
Aðalfundur Háskólaseturs Vestfjarða verður haldinn n.k. föstudag, 14.03.2025 kl. 13:00. Fundurinn er opinn gestum. Skv. skipulagsskrá Háskólaseturs þarf aðalfundurinn haldinn seinast í maí ár hvert og hingað til hefur hann alltaf verið haldinn í maí. Í tilefni afmælisársins var ákveðið að halda aðalfund sem næst upprunalega stofndeginum og heiðra um leið stofnaðilana og það djarfa framtak að stofna sjálfseignarstofnunina Háskólasetur Vestfjarða.
17.02.2025
Brianna Marie Cunliffe, meistaranemi á fyrsta ári í Sjávarbyggðafræði hjá Háskólasetri Vestfjarða hefur hlotið 350.000 kr. rannsóknarstyrk frá Byggðastofnun fyrir lokaverkefnið sitt sem heitir “Orkuáætlun með þátttöku almennings til að byggja upp seiglu á Vestfjörðum”
07.01.2025
Það er ánægjulegt að segja frá því að Christoph Pfülb, meistaranemi á öðru ári í Sjávarbyggðafræði hjá Háskólasetri Vestfjarða hefur hlotið rannsóknarstyrk frá Byggðastofnun fyrir lokaverkefnið sitt „Sjálfboðaliðastarf og áhættustýring á Íslandi: Rannsókn á hlutverki staðartengsla og staðbundinnar þátttöku í björgunarsveitum og hjálparstarfi“.
06.01.2025
Háskólasetur Vestfjarða verður 20 ára í ár. Fyrir 20 árum börðust Vestfirðingar fyrir töluvert mörgu, malbikuðum vegum, göngum, farsímasambandi, strandveiðum og strandsiglingum, öryggi, rafmagni á jólunum, og, jú, háskóla. Ekki meira né minna en það.
21.12.2024
Brendan Kirby, meistaranemi við Háskólasetur Vestfjarða í sjávarbyggðafræði fékk 400.000 kr. styrk frá uppbyggingarsjóði Vestfjarða til að þróa klifurleiðarvísi fyrir Vestfirði. Brendan er upprunalega frá Bandaríkjunum en hefur ferðast og búið í fjölmörgum löndum eins og Írlandi, Suður-Kóreu, Nýja-Sjálandi og Spáni áður en hann kom til Íslands. Hann kom fyrst til Vestfjarða árið 2022 þegar hann hjólaði um Ísland og á leið sinni um Vestfjarðaleiðina heillaðist hann af stórbrotna landslaginu á Vestfjörðum. Hann vissi þó ekki að tveimur árum seinna myndi hann kalla þennan stað heimilið sitt á meðan hann stundar nám hjá Háskólasetri.
20.12.2024
Um áramótin verða breytingar í netþjónustu hjá Háskólasetri. FS-netið, eða sér nettenging til Fræðslu- og símenntunarstöðva og þeirra sem halda utan um fjarnám, verður lagt niður. í staðinn hefur nú Háskólasetur samið við Snerpu vegna þessarar þjónustu.
09.12.2024
Ný rannsóknargrein var birt í tímaritinu Marine Policy eftir Hjörleif Finnsson, Catherine Chambers og Guðna Guðbergsson (Hafró) um stjórnun hnúðlaxa. Greinin heitir "Invasive species management: The case of pink salmon in Iceland" og byggir á meistaraverkefni Hjörleifs Finnssonar, sem útskrifaðist úr meistaranámi í Haf- og Strandsvæðastjórnun árið 2021 frá Háskólasetri Vestfjarða. Leiðbeinandi hans fyrir meistaraverkefnið var dr. Catherine Chambers, rannsóknastjóri Háskólaseturs og meðhöfundur greinarinnar.