27.04.2023
Það var mikið um að vera á höfninni á Ísafirði þegar einingarnar fyrir aðra byggingu stúdentagarðanna voru affermdar. Um er að ræða einingarhús sem koma forsmíðuð frá fyrirtækinu Seve í Eistlandi og koma allir smiðirnir sem að verkinu vinna einnig þaðan.
26.04.2023
Sumardaginn fyrsta fóru nemendur í námskeiðinu Mengun á strandsvæðum Norðurheimskautsins í strandhreinsunarferð, ekki síst í tengslum við Dag jarðar sem var 22. apríl.
19.04.2023
Ein niðurstaða þátttöku Háskólaseturs í NOCCA ráðstefnunni er sú að ný og spennandi vinnustofa um hækkun sjávarmáls verður væntanlega í boði fyrir nemendur á næsta ári. Í þessari viku tóku fagstjórarnir okkar þátt í sjöttu NOCCA ráðstefnunni (Nordic Conference on Climate Change Adaptation) sem haldin var í Reykjavík.
17.04.2023
Eins og mörg hafa eflaust tekið eftir er farin að koma mynd á Stúdentagarðana sem eru í byggingu við Fjarðarstræti. Húsin verða tvö og er nú keppst við að reisa annað þeirra sem á að verða tilbúið til notkunar 15. september.
09.04.2023
Nemendur í námskeiðinu Sjálfbært fiskeldi fengu heldur betur gott veður til að fara í heimsókn á Þingeyri á miðvikudag. Þar fóru kennararnir Peter Krost og Pierre-Olivier Fontaine með nemendur í heimsókn til Arctic Fish þar sem þeir fræddust um starfsemina og skoðuðu aðstöðu fyrirtækisins í Blábankanum,
30.03.2023
Halldór Þorgeirsson, formaður Loftlagsráðs, leit inn í kennslustund í námskeiðinu Stjórnun verndaðra hafsvæða í morgun og hélt óformlegt erindi fyrir nemendur og starfsfólk. Halldór var á Ísafirði vegna Fagráðstefnu Skógræktar sem haldin var í Edinborgarhúsinu í gær, og notaði tækifærið til að heimsækja Háskólasetur Vestfjarða.
16.02.2023
Átakið Íslenskuvænt samfélag - við erum öll almannakennarar hefur hlotið styrk úr Þróunarsjóði innflytjendamála. Þar með verður hægt að halda áfram með það góða starf sem unnið var á síðasta ári og bæta um betur í ár, með aukinni og þéttari dagskrá. Sú breyting hefur þó orðið að valið hefur verið nýtt slagorð: Gefum íslensku séns!
21.12.2022
Þegar tilkynnt var í byrjun desember hver hlytu styrki frá Uppbyggingarsjóði Vestfjarða mátti sjá nokkur nöfn á blaði sem tengjast Háskólasetri Vestfjarða. Það sýnir sem er að bæði núverandi og fyrrverandi nemendur, sem og starfsfólk, Háskólasetursins eru hugmyndarík og áfjáð um að gefa af sér til samfélagsins á Vestfjörðum eftir að hafa numið og starfað hér.
19.12.2022
Þegar tilkynnt var í byrjun desember hver hlytu styrki frá Uppbyggingarsjóði Vestfjarða mátti sjá nokkur nöfn á blaði sem tengjast Háskólasetri Vestfjarða. Það sýnir sem er að bæði núverandi og fyrrverandi nemendur, sem og starfsfólk, Háskólasetursins eru hugmyndarík og áfjáð um að gefa af sér til samfélagsins á Vestfjörðum eftir að hafa numið og starfað hér.
13.12.2022
Háskólasetur tók þátt í vísindaviðburði á Patreksfirði í nóvember, sem kallaðist "Popp, kók og vísindi." Þar kom saman fræðafólk úr Rannsóknarsamfélagi Vestfjarða, en það samanstendur af rannsakendum og vísindamönnum víðsvegar af Vestfjörðum.