Spennandi innlegg um hækkun sjávarmáls væntanlegt

Ein niðurstaða þátttöku Háskólaseturs í NOCCA ráðstefnunni er sú að ný og spennandi vinnustofa um hækkun sjávarmáls verður væntanlega í boði fyrir nemendur á næsta ári. Í þessari viku tóku fagstjórarnir okkar þátt í sjöttu NOCCA ráðstefnunni (Nordic Conference on Climate Change Adaptation) sem haldin var í Reykjavík.
 
Matthias Kokorsch og stundakennarinn Jóhanna Gísladóttir, frá Landbúnaðarháskólanum, kynntu ClicNord rannsóknarverkefnið sitt og ferilsathuganir því tengdu á Flateyri og Patreksfirði.
 
Kynning þeirra féll vel að þema ráðstefnunnar að þessu sinni, sem var breytingar og aðlögun sveitarfélaga á Norðurlöndunum, þar sem kastljósinu var beint að því til hvaða aðgerða hefur verið gripið og reynslu af þeim. Verkefni þeirra Matthiasar og Jóhönnu vakti mikla lukku og í kjölfarið fengu þau margar fyrirspurnir frá bæði innlendum og alþjóðlegum rannsakendum.
 
Á síðari degi ráðstefnunnar tóku Jóhanna - sem kennir námskeiðið Opinber stefnumótun - Matthias og Brack Hale þátt í fjórum vinnustofum þar sem fjallað var m.a. um Náttúrulegar lausnir og Hækkun sjávarmáls. Í þeirri síðari var Ísafjörður notaður sem dæmi og þátttakendur vinnustofunnar ræddu mögulega sviðsmynd í framtíðinni og þær áskoranir fylgja hækkun sjávarmáls á Ísafirði.
 
Þessi vinnustofa þótti svo áhugaverð að fagstjórarnir buðu skipuleggjendum hennar til Háskólaseturs á næsta ári og hyggjast gera slíka vinnustofu hluta af meistaranámskeiðunum þá.
 
Hinar tvær vinnustofurnar fjölluðu um Hafsvæði á landamærum og Aðalskipulag sveitarfélaga með tilliti til aðlögunar.