Tími meistaraprófsvarna er runninn upp enn á ný. Á næstunni munu 16 nemendur kynna og verja meistaraverkefni sín og er margt áhugavert í boði. Varnirnar hefjast föstudaginn 1. september með tveimur áhugaverðum umfjöllunarefnum, annars vegar rannsókn á marhálmi og hins vegar umfjöllunarefni sem stendur okkur nærri, samfélagslega burðargeta skemmtiferðaskipaþjónustu á Ísafirði.
Sem fyrr eru öll velkomin að koma og hlýða á en einnig er hægt að fylgjast með á Zoom, smellið á hlekkina í listanum hér fyrir neðan til að fá nánari upplýsingar.