Á næstunni fara fram varnir meistaranema við Háskólasetur Vestfjarða. Viðfangsefnin eru fjölbreytt og áhugaverð og eru nemendurnir frá bæði sjávarbyggðarfræði og haf-og strandsvæðastjórnun. Varnirnar eru öllum aðgengilegar í gegnum hlekki sem finna má hér fyrir neðan en einnig er öllum velkomið að mæta á varnirnar sem fram fara í Háskólasetri Vestfjarða, Ísafirði.
Nemandi: Mathieu Reverberi
Titill ritgerðar: Óþögli heimurinn: Hljóðviðbrögð hnýðinga (Lagenorhynchus albirostris) við breytingum á skipaumferð: Tilviksrannsókn í Covid-19 mannkyns-kreppunni á Skjálfandaflóa
Námsleið: Haf- og strandsvæðastjórnun
Hlekkur á Zoom
Samantekt:
Áhrifin af manngerðum hávaða á sjávardýraríki eru áfram of lítið rannsökuð. Engu að síður skapaði heimsútbreiðsla Covid-19 og eftirfylgjandi tímabil með minni virkni manna – nefnt mannkynskreppa af vísindamönnum – tækifæri fyrir rannsakendur að rannsaka áhrifin af minnkuðum manngerðum hávaða á villtar lífverur. Skjálfandaflói á Norðausturlandi er heimkynni stórs stofns hvala. Á þessum víða flóa hófst hvalaskoðunarstarfsemi 1995 og heldur áfram að laða að hundruðir þúsunda ferðamanna ár hvert. Í þessari lokaritgerð hafa breytingar á skipaumferð sem tengist Covid-19 heimsfaraldrinum verið mældar þar sem tækifæri gafst. Áhrif skipa á félagsatferli hnýðinga (Lagenorhynchus albirostris) voru síðan rannsökuð með notkun hljóðupptöku, áhorfskönnunum, og sjálfvirku greiningakerfi (AIS) á skipaumferðargögnum. Neðansjávarómnemi var notaður sumurin 2020 og 2022 í Skjálfandaflóa og samanburður gerður. Hljóðgögnum frá 2020 var bætt við til að hlusta á hvað gerðist þegar höfin okkar þögnuðu. Þessi rannsókn fann að hnýðingar hafa tilhneigingu til að hvísla meira og því hafa meiri samskipti þegar starfsemi manna dregst saman; hvort heldur það er á tímabilum lítillar umferðar (kvöld og nótt) eða þegar skipaumferð á heimsvísu raskaðist 2020. Betri skilningur á manngerðum áhrifum á sjávardýraríki á staðbundnum kvarða getur leitt til betur framfylgdra og virkari reglugerða á Skjálfandaflóa og gæti einnig þjónað sem grunnur fyrir frekari rannsóknir. Þessar rannsóknir gætu einnig verið notaðar af staðbundnum hagsmunaaðilum til að rökstyðja stofnun hafverndarsvæða á Skjálfandaflóa.