Í dag fór aðalfundur Háskólaseturs Vestfjarða fram. Peter Weiss forstöðumaður Háskólaseturs kynnti ársskýrslu fyrir árið 2023 þar sem farið var yfir stöðugildi, meistaranám, kynningarmál, fjarnám, rannsóknir og samstarf og margt fleira hjá Háskólasetri.
Varðandi mannabreytingar árið 2023 hjá Háskólasetri þá lét Sigþrúður Margrét Gunnsteinsdóttir verkefnastjóri af störfum í lok ágúst 2023. Í hennar stað var ráðin til starfa Bjarney Ingibjörg Gunnlaugdóttir sem verkefnastjóri frá 01.09.2023 í 50% starf. Fagstjóri í Haf- og strandsvæðastjórnun, dr. Brack Hale, áður deildarforseti við Franklin University of Switzerland tók til starfa 01.01.2023. Um áramótin 2022/2023 voru líka breytingar í starfi móttökuritara og hóf Ester Sturludóttir störf 01.01.2023 í 50% stöðugildi. Starfið var hækkað í 75% eftir að Stúdentagarðar Háskólaseturs hses gerði samning við Háskólasetur ses um rekstur skrifstofu stúdentagarða frá 01.09.2023. Markaðs- og vefstjóri til margra ára, Ingi Björn Guðnason, fór að eigin ósk í launalaust leyfi til eins árs frá sumri 2022. Var ráðið í þetta starf í afleysingu til eins árs og var starfið skipt milli tveggja umsækjenda sem hvor er með 50% starf: Ingibjörg Rósa Björnsdóttir og Hanna Lára Jóhannsdóttir. Ingi Björn ákvað að snúa ekki til baka til baka til starfsins og var staðan auglýst á nýju og Hanna Lára Jóhannsdóttir, sem áður hafði gegnt starfið í 50%, ráðin í fullt starf.
Í ársskýrslunnu kemur fram að nemendafjöldi haustið 2023 eru 71 nemar innritaðir í tvær námsleiðir meistaranáms í tveim árgöngum skv. innritunargögnum HA. 31 nemar hafa útskrifast á almanaksári 2023 úr meistaranámi og er heildarfjöldi útskrifaðra nemenda haustið 2023 komin í 243. Fyrir meistaranámið er unnin sérstök ársskýrsla fyrir HA, sem er töluvert umfangsmeiri en ársskýrsla Háskólaseturs í heild, enda er námið mjög umfangsmikill þáttur í starfseminni. Skipulag náms er óbreytt frá því í fyrra sem og samstarfið við HA, sem stendur á traustum grunni.
Nýjungar í námi eru margar og felast í nýjum kennsluháttum og vettvangsferðum tengdum náminu hverju sinni. Eitt sem stendur upp úr er Vettvangsskóli styrktur af Nordplus, í samstarfi við háskóla í baltnesku löndum, Svíþjóð og Finnland, sem gefur blönduðum nemendahópi í Byggðafræði árlega tækifæri til að kynnast aðferðum og takmörkunum byggðaáætlana á Norðurlöndunum. 2023 var hann haldinn í baltnesku löndunum en 2024 er Háskólasetur Vestfjarða skipuleggjandi vettvangsskólans hér á Íslandi. Fjallað var um sumarskóla UW á vefnum okkar hér og hér.
Kynningarmál eru sérlega mikilvæg fyrir litla stofnun á afskekktum stað, ekki síst nú þegar verið er að auglýsa námsleið á hjara veraldar. Þar sem eldri vefsíða byggði á kerfi sem fer að úreldast var tekin ákvörðun um að láta hanna nýja vefsíðu og 2023 fór mikil vinna í það að ræða uppsetningu vefsíðu, veftré og innihald. Vefsíðan fór í loft í lok ágúst en það er viðurkennt að uppsetning vefsíðna er síverkefni og þannig er það líka hjá Háskólasetri.
Varðandi fjarnámið þá kemur fram í skýrslunni að fjöldi nemenda er svipaður og árin á undan, um 90 manns á Vestfjörðum, en fjöldi prófa á prófstað hefur minnkað þó fjöldi prófa í heild kunni að vera óbreytt.
Hjá Háskólasetri Vestfjarða eru eftir sem áður hvorki rannsóknar- né kennslustöður og er Háskólasetrið ekki skilgreint sem rannsóknarstofnun. Ritgerðir nemenda og rannsóknarvirkni gestakennara fá hins vegar aukið vægi ár frá ári. Yfir 243 lokaritgerðir hafa verið unnar í Haf- og strandsvæðastjórnun (frá 2008) og Sjávarbyggðafræði (frá 2019). Háskólasetur Vestfjarða hefur lengi vel séð sitt hlutverk í rannsóknarstarfi á Vestfjörðum aðallega í því að hvetja til samstarfs og styðja stofnanir á svæðinu, sem óska eftir getu, t.d. með utanumhaldi og skipulagi samstarfsverkefna.
Hér fyrir neðan má sjá í feitletrun birtingar vísindalegra ritgerða síðan maí 2023 hjá starfsfólki Háskólaseturs, nemendum, rannsóknarmönnum og kennurum:
Brawn, Caitlin, Bonnie M. Hamilton, Matthew S. Savoca,
Birkir Bardarson, Jesse C. Vermaire, Jennifer
Provencher. 2023. Suspected anthropogenic
microparticle ingestion by Icelandic capelin. Marine
Pollution Bulletin,Volume 196.
https://doi.org/10.1016/j.marpolbul.2023.115551.
Carroll, J., Þórisson B., Gallo, C., Méndez V. 2023. Effect of
habitat and resource use on reproductive success of
Eurasian Oystercatchers Haematopus ostralegus
breeding in Iceland. International Wader Study Group
130:1. https://doi.org/10.18194/ws.00299
Gómez, S., Patraca, B., Zoghbi, J., Ariza, E., Wilke, M.,
Smaradóttir, S., Einarsson, N., Huijbens, E., Chambers.
C. (2024). Exploring social media as a tool for
disentangling cultural ecosystem service values of whale
watching to inform environmental judgments and
ethics: The case of Húsavík, Iceland. Journal of
Ecotourism.
Kebir, Z., Chambers, C., Frainier, A., Hausner, V., Lennert,
A.E., Lento, J., Poste, A., Ravolainen, V., Renner,
A.H.H., Thomas, D.N., & Waylen, K. (2023) Fifteen
research needs for understanding climate change
impacts on ecosystems and society in the Norwegian
High North. Ambio https://doi.org/10.1007/s13280-023-
01882-9
Kokorsch, M., Gísladóttir, J. “You talk of threat, but we think
of comfort”: the role of place attachment in small
remote communities in Iceland that experience
avalanche threat. Reg Environ Change 23, 150 (2023).
https://doi.org/10.1007/s10113-023-02144-w
Kristjánsson, Ó.G., 2023. “Gefum íslensku séns – Tilraun til
samfélagslegrar vitundarvakningar í íslensku samfélagi”
https://islenskan.is/wp-
content/uploads/2023/11/Malfregnir32-maimalthing-
16_november2023.pdf
Lebedef, E.A., Chambers, C. (2023). Youth and newcomers in
Icelandic fisheries: opportunities and
obstacles. Maritime Studies 22,
34 https://doi.org/10.1007/s40152-023-00326-0
Sühring, N., Catherine Chambers, Torben Koenigk, Tim Kruschke, Nie
ls Einarsson & A. E. J. Ogilvie (2023) Effects of storms
on fisheries and aquaculture: An Icelandic case study on
climate change adaptation, Arctic, Antarctic, and Alpine
Research, 55:1, DOI: 10.1080/15230430.2023.2269689
Verkefni í vinnslu eða lokið á tímabili maí 2023 til maí 2024:
ClicNord, Kokorsch, NordForsk
reMERci, Weiss, Fondation de France
Basque, Chambers, Creative Europe
SeaGirls, Chambers, Uppbygginarsjóður
Carbon, Chambers, Culture Moves Europe
Small-boat energy transitions, Chambers,
Orkurannsóknarsjóður Landsvirkjun
Víslenska, Chambers, Þróunarsjóður innflytjendamála