Catching up with alumni: Tyler Wacker

Welcome to our “catching up with alumni” series where we introduce you to previous UW students over the years. Tyler Wacker is a 33 year old alum who graduated from the Coastal Communities and Regional Development master’s program in 2022. Tyler's hobbies include biking, surfing, and skateboarding.

Miðstöð byggðafræði að taka á sig mynd hjá Háskólasetri Vestfjarða

Á fimmtudagsmorgni komu starfsmenn Byggðastofnunar við í nýbyggðum stúdentagörðum Háskólaseturs Vestfjarða. Þó Byggðastofnun hefði ekki komið að fjármögnun stúdentagarða hafa starfsmenn sýnt þessu framtaki mikinn áhuga, enda leið til að efla byggð.

Meistaraprófsvarnir hefjast!

Nemendur heimsækja bæjarstjóra Bolungarvíkur

Nemendur Háskólaseturs Vestfjarða heimsóttu nýlega Jón Pál bæjarstjóra í Bolungarvík sem hluti af námskeiðinu “Búferlaflutningar og íbúaþróun”. Nemendurnir fengu að skoða sig um á bæjarskrifstofunni og kíktu yfir á Náttúrustofu Vestfjarða, Bláma og Rannsóknarsetur Háskóla Íslands í sömu byggingu. Eftir það var förinni heitið á skrifstofu bæjarstjórans og áttu þau áhugavert samtal við Jón og fengu einnig kynningu frá honum um íbúaþróun og skipulag Bolungarvíkur. Hann kynnti þeim fyrir átaki sem kallast “Bolungarvík 1000+” sem snýr að því að fjölga íbúum Bolungarvíkur úr 950 í 1000. Átakið varð til vegna áforma um að sameina bæjarfélög sem væru með færri íbúa en 1000. Jón Páll sagði að Bolungarvík væri sjálfstætt bæjarfélag og tók það í raun ekki til greina, eina leiðin væri að hækka íbúafjöldann. Markmiðið náðist þann 13. apríl 2023 og telur hann að rekja megi árangurinn til þess að bæjarfélagið fjárfesti í þrjár megin stoðir.

Leah Shamlian vinnur verðlaun fyrir meistararitgerð

Leah Shamlian er fyrrverandi nemi hjá Háskólasetri sem nýlega hlaut verðlaun fyrir meistararitgerðina sína. Verðlaunin heita Tom McKnight & Joan Clemons Paper Award og voru veitt á árlegri ráðstefnu samtaka landfræðinga á Kyrrahafsströnd (Association for Pacific Coast Geographers). Verðlaunin eru veitt fyrir framúrskarandi meistararitgerðir en tekið er mið af efninu sem er kynnt, hvernig nemandi stendur sig í kynningunni og hvernig þau svara spurningum. Dómnefndin er skipuð af 5-7 deildarmeðlimum frá ýmsum háskólum og verðlaunin voru stofnuð af þeim Tom McKnight og Joan Clemons.

Könnun á landsvísu um staðartengsl, loftslagsbreytingar og áhættuskynjun

Emma Dexter, meistaranemi hjá Háskólasetri Vestfjarða í sjávarbyggðafræði, stendur nú fyrir könnun á landsvísu sem hluti af meistaraverkefninu sínu. Könnunin mælir staðartengsl, vitund á loftslagsbreytingum og áhættuskynjun hjá fólki sem býr á Íslandi. Niðurstöðurnar munu nýtast við gerð sjálfbærar þróunaraðferða, bæði staðbundnar og á landsvísu, og varpa ljósi á hvernig skynjun einstaklinga gæti verið betur samþætt í þessar áætlanir.

Rannsakar umhverfisvæna ammoníakframleiðslu á Ísafirði

Háskólasetur Vestfjarða fékk heimsókn frá ungum rannsakanda sem skoðar umhverfisvæna ammoníakframleiðslu á Ísafirði. Matei Filip Popescu er 26 ára meistaranemi við Háskóla Íslands í umhverfis og auðlindafræði. Hann hefur dvalið á Ísafirði í eina viku og hefur nýtt sér fjarvinnuaðstöðu Háskólaseturs Vestfjarða við vinnu sína á rannsókninni, m.a. til að taka viðtöl við íbúa á svæðinu. Leiðbeinandinn hans er Dr. David Cook, stundakennari við Háskólasetur Vestfjarða og aðjúnkt við Háskóla Íslands. Það var í gegnum þessi tengsl David Cook við Háskólasetur að Matei kom til okkar.

Kanna tækninýjungar og gervigreind í hafskipulagi

Háskólasetur Vestfjarða hefur hlotið styrk fyrir verkefni sem snýr að hlutverki staðbundinnar þekkingar í hafskipulagi fyrir græna þróun á tímum stafrænna umbreytinga og loftslagsbreytinga. Verkefnið kallast á ensku: “The role of local knowledge in marine spatial planning for a just green transition in times of digital transformation and climate change” og er styrkt af vinnuhópi Norrænu ráðherranefndarinnar um fiskveiðar (AG-Fisk). Vinnuhópurinn AG-Fisk er framkvæmdaaðili samstarfs á sviði fiskveiða og fiskeldis.

Talað um vísindi

Í dag lauk afar áhugaverðu tveggja vikna námskeiði hjá Háskólasetri Vestfjarða sem stóð yfir dagana 5-16. febrúar. Námskeiðið heitir “Talað um vísindi: Hagnýtur leiðarvísir að skapandi miðlun vísinda” og er hluti af meistaranámi kennt við Háskólasetur. Námskeiðið fjallar um hvernig miðla á vísindalegu efni bæði innan og utan veggja vísindasamfélagsins og er kennt af Jenny Rock. Nemendur læra fjölbreyttar aðferðir til að miðla vísindalegu efni í ólíku samhengi á skapandi hátt. Námskeiðið er hagnýtt þar sem notast er við vinnustofur og efni námskeiðsins byggir á fjölbreyttum sviðum til að hjálpa nemendum að miðla fjölbreyttu vísindalegu efni og samfélagsmálum.

Vísindaport framundan

Á hverjum föstudegi yfir skólaárið er haldið Vísindaport í Háskólasetri Vestfjarða. Þetta eru 45 mínútna hádegisfyrirlestrar og eru efnistökin margvísleg, íbúar og aðrir gestir í Ísafjarðarbæ hittast þar yfir kaffibolla og hlýða á samborgara sína segja frá sínum viðfangsefnum, kynna verkefni og rannsóknir, tómstundir og önnur hugðarefni í máli og myndum. Efni Vísindaports eru afar fjölbreytt, en hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir þau Vísindaport sem eru frammundan: