Nýr móttökuritari hjá Háskólasetri

Ester Sturludóttir hefur verið ráðin í starf annars af tveimur móttökuriturum við Háskólasetur Vestfjarða. Ester er Ísfirðingum kunn af fyrri störfum sínum hjá Íslandsbanka og sem einkaþjálfari í Stúdío Dan. Hún er nú í námi í Viðskiptafræði á Bifröst.

Vel sótt málþing um Grímshús

Mánudaginn 28. nóvember hélt Stofnun Ólafs Ragnars Grímssonar málþing í Háskólasetri Vestfjarða. Tilefnið var opnun Grímshúss sem fræðaseturs á Ísafirði en þar munu fræðimenn geta dvalið við rannsóknir og skrif tengd norðurslóðaverkefnum.

Myndir eða það gerðist ekki!

Hringborð Norðurslóða eða The Arctic Circle Assembly var stærsti viðburður októbermánaðar að venju en það er ýmislegt á döfinni nú í nóvember.