16.10.2023
Margt var um að vera í samkomuhúsinu í Trékyllisvík í Árneshreppi á Ströndum um helgina þegar átakið „Gefum Íslensku Séns – Íslenskuvænt Samfélag“ var kynnt. Að sögn Ólafs Guðsteins Kristjánssonar, umsjónarmanns íslenskunáms við Háskólasetur Vestfjarða snýst átakið mikið um vitundarvakningu, hvað felst í því að læra íslensku og hvernig við sem samfélag getum stuðlað að framförum fólks í íslensku og að fólk hafi tækifæri til að nota málið við sem flest tækifæri. Markmiðið átaksins er að stuðla að auknum möguleikum fólks í notkun íslensku á sem víðtækastan og fjölbreyttastan hátt, að þau sem læra málið, sama hvar á vegi þeir eru staddir, fái stuðning og skilning þeirra sem hafa vald á íslensku. Að átakinu standa Háskólasetur Vestfjarða, Fræðslumiðstöð Vestfjarða og Ísafjarðarbær.
03.10.2023
Hópur nemenda frá Háskólasetri fór á dögunum í vettvangsferð og heimsótti Ósvör, Bolafjall og Holt í Önundafirði. Hópurinn samanstóð af nemendum úr tveimur námskeiðum sem kennd eru á sitthvorum meistaranámsleiðum. Annað námskeiðið er „People and the sea: Geographical perspectives“ sem er skyldunámskeið í sjávarbyggðafræði þar sem einblínt er á að skilja tengingu fólks við hafið með hugtökum úr landafræði. Hitt námskeiðið er „Coastal and Marine Management: Theory and Tools“ sem er skyldunámskeið í Haf- og strandsvæðastjórnun þar sem nemendur læra um kenningar, stefnumótun, löggjöf og tól í haf- og strandsvæðastjórnun.
20.09.2023
Mikið fagnaðarerindi var þegar fyrsti hópur nemenda flutti inn á stúdentagarða Háskólaseturs Vestfjarða í gær. Um er að ræða annað húsnæði af tveimur sem hefur nú verið tekið í notkun en hitt húsið er ennþá í byggingu og stefnt er að því að það verði tilbúið í haust. Formleg opnun stúdentagarða verður tilkynnt síðar.
13.09.2023
Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir er nýr verkefnastjóri Háskólaseturs Vestfjarða. Bjarney er fædd og uppalin á Ísafirði og kannast eflaust margir við hana úr tónlistarlífinu. Hún stundaði tónlistarnám við Tónlistarskóla Ísafjarðar frá unga aldri og lauk síðar framhaldsnámi í söngkennslufræðum við Complete Vocal Institute í Kaupmannahöfn. Hún er einnig með lokapróf í kórstjórn frá Tónskóla Þjóðkirkjunnar og hefur starfað sem tónlistarkennari í um 30 ár, lengst af við Tónlistarskóla Ísafjarðar.
06.09.2023
Þann 1. september sl. var gengið frá nýjum samningi við Stúdentagarða Háskólaseturs Vestfjarða hses. um að Snerpa muni koma upp og sjá um allar nettengingar í stúdentagörðunum.
31.08.2023
Tími meistaraprófsvarna er runninn upp enn á ný. Á næstunni munu 16 nemendur kynna og verja meistaraverkefni sín og er margt áhugavert í boði. Varnirnar hefjast föstudaginn 1. september með tveimur áhugaverðum umfjöllunarefnum,
18.08.2023
Nýnemadagar hófust formlega í dag þar sem tekið var á móti fjölbreyttum og skemmtilegum hópi nemenda sem hefja nú meistaranám við Háskólasetur Vestfjarða. Hópurinn samanstendur af nemendum frá mörgum löndum og með ólíkan bakgrunn.
14.08.2023
Dagskrá átaksins Gefum íslensku séns er enn fullum gangi og nú á þriðjudag er komið að Gíslatöku í Haukadal, en það er viðburður í samstarfi við Kómedíuleikhúsið.
01.08.2023
Þá eru íslenskunámskeiðin komin á fullt eins og vanalega í ágúst. Í gær hófst þriggja vikna byrjendanámskeið sem 19 nemendur sækja.
13.07.2023
Háskólasetur Vestfjarða óskar eftir þátttöku sem allra flestra Vestfirðinga í spurningakönnun vegna rannsóknarverkefnis um aðlögun fólks að svæðunum sem það býr á.