30.03.2023
Halldór Þorgeirsson, formaður Loftlagsráðs, leit inn í kennslustund í námskeiðinu Stjórnun verndaðra hafsvæða í morgun og hélt óformlegt erindi fyrir nemendur og starfsfólk. Halldór var á Ísafirði vegna Fagráðstefnu Skógræktar sem haldin var í Edinborgarhúsinu í gær, og notaði tækifærið til að heimsækja Háskólasetur Vestfjarða.
16.02.2023
Átakið Íslenskuvænt samfélag - við erum öll almannakennarar hefur hlotið styrk úr Þróunarsjóði innflytjendamála. Þar með verður hægt að halda áfram með það góða starf sem unnið var á síðasta ári og bæta um betur í ár, með aukinni og þéttari dagskrá. Sú breyting hefur þó orðið að valið hefur verið nýtt slagorð: Gefum íslensku séns!
21.12.2022
Þegar tilkynnt var í byrjun desember hver hlytu styrki frá Uppbyggingarsjóði Vestfjarða mátti sjá nokkur nöfn á blaði sem tengjast Háskólasetri Vestfjarða. Það sýnir sem er að bæði núverandi og fyrrverandi nemendur, sem og starfsfólk, Háskólasetursins eru hugmyndarík og áfjáð um að gefa af sér til samfélagsins á Vestfjörðum eftir að hafa numið og starfað hér.
19.12.2022
Þegar tilkynnt var í byrjun desember hver hlytu styrki frá Uppbyggingarsjóði Vestfjarða mátti sjá nokkur nöfn á blaði sem tengjast Háskólasetri Vestfjarða. Það sýnir sem er að bæði núverandi og fyrrverandi nemendur, sem og starfsfólk, Háskólasetursins eru hugmyndarík og áfjáð um að gefa af sér til samfélagsins á Vestfjörðum eftir að hafa numið og starfað hér.
13.12.2022
Háskólasetur tók þátt í vísindaviðburði á Patreksfirði í nóvember, sem kallaðist "Popp, kók og vísindi." Þar kom saman fræðafólk úr Rannsóknarsamfélagi Vestfjarða, en það samanstendur af rannsakendum og vísindamönnum víðsvegar af Vestfjörðum.
05.12.2022
Ester Sturludóttir hefur verið ráðin í starf annars af tveimur móttökuriturum við Háskólasetur Vestfjarða. Ester er Ísfirðingum kunn af fyrri störfum sínum hjá Íslandsbanka og sem einkaþjálfari í Stúdío Dan. Hún er nú í námi í Viðskiptafræði á Bifröst.
29.11.2022
Mánudaginn 28. nóvember hélt Stofnun Ólafs Ragnars Grímssonar málþing í Háskólasetri Vestfjarða. Tilefnið var opnun Grímshúss sem fræðaseturs á Ísafirði en þar munu fræðimenn geta dvalið við rannsóknir og skrif tengd norðurslóðaverkefnum.
01.11.2022
Hringborð Norðurslóða eða The Arctic Circle Assembly var stærsti viðburður októbermánaðar að venju en það er ýmislegt á döfinni nú í nóvember.