Opnað hefur verið fyrir umsóknir um fræðadvöl í Grímshúsi á Ísafirði og er umsóknarfrestur til 1. júlí. Fræðadvölin er samvinnuverkefni Stofnunar Ólafs Ragnars Grímssonar, Háskólaseturs Vestfjarða, Háskóla Íslands, Háskólanna í Reykjavík og á Akureyri, Kerecis og Hringborðs Norðurslóða.
Erlendir og íslenskir vísindamenn, sérfræðingar, fræðimenn, rithöfundar og fleiri geta sótt um dvöl í 2-6 vikur í húsinu að Túngötu 3 á Ísafirði, sem var æskuheimili fyrrverandi forseta, Ólafs Ragnars Grímssonar, um tíma. Einungis er áskilið að þau sem dvelja þar haldi fyrirlestur eða taki þátt í sérstökum samræðufundum, ýmist í Háskólasetrinu á Ísafirði eða við háskólana þrjá, meðan á dvölinni stendur eða að henni lokinni.
Lesa má fréttatilkynningu frá Stofnun Ólafs Ragnars Grímssonar í heild hér og er hægt að sækja um hér.
Tilkynnt var um fræðadvölina á málþingi sem haldið var í Háskólasetri Vestfjarða 1. desember síðastliðinn: