Meistaranemi hjá Háskólasetri Vestfjarða hlýtur styrk til að þróa klifurleiðarvísi fyrir Vestfirði

Brendan Kirby, meistaranemi við Háskólasetur Vestfjarða í sjávarbyggðafræði fékk 400.000 kr. styrk frá uppbyggingarsjóði Vestfjarða til að þróa klifurleiðarvísi fyrir Vestfirði. Brendan er upprunalega frá Bandaríkjunum en hefur ferðast og búið í fjölmörgum löndum eins og Írlandi, Suður-Kóreu, Nýja-Sjálandi og Spáni áður en hann kom til Íslands. Hann kom fyrst til Vestfjarða árið 2022 þegar hann hjólaði um Ísland og á leið sinni um Vestfjarðaleiðina heillaðist hann af stórbrotna landslaginu á Vestfjörðum. Hann vissi þó ekki að tveimur árum seinna myndi hann kalla þennan stað heimilið sitt á meðan hann stundar nám hjá Háskólasetri.

Jólasamningur til næstu þriggja ára

Um áramótin verða breytingar í netþjónustu hjá Háskólasetri. FS-netið, eða sér nettenging til Fræðslu- og símenntunarstöðva og þeirra sem halda utan um fjarnám, verður lagt niður. í staðinn hefur nú Háskólasetur samið við Snerpu vegna þessarar þjónustu.

Stjórnun hnúðlaxa á Íslandi: Fyrrum meistaranemi birtir grein

Ný rannsóknargrein var birt í tímaritinu Marine Policy eftir Hjörleif Finnsson, Catherine Chambers og Guðna Guðbergsson (Hafró) um stjórnun hnúðlaxa. Greinin heitir "Invasive species management: The case of pink salmon in Iceland" og byggir á meistaraverkefni Hjörleifs Finnssonar, sem útskrifaðist úr meistaranámi í Haf- og Strandsvæðastjórnun árið 2021 frá Háskólasetri Vestfjarða. Leiðbeinandi hans fyrir meistaraverkefnið var dr. Catherine Chambers, rannsóknastjóri Háskólaseturs og meðhöfundur greinarinnar.

Opið fyrir umsóknir í meistaranám

Við erum spennt að tilkynna að opnað hefur verið fyrir umsóknir í meistaranámið hjá Háskólasetri Vestfjarða fyrir komandi skólaár. Boðið er upp á tvær námsleiðir, Sjávarbyggðafræði og Haf- og Strandsvæðastjórnun.

Frá Nýfundnalandi til Ísafjarðar: Sjálfbærni í fiskveiðum

Háskólasetur Vestfjarða tók nýlega á móti einstökum hópi leiðtoga og rannsakenda frá Nýfundnalandi. Heimsóknin er styrkt af “Global Arctic Leadership” verkefninu frá Háskóla norðurslóða (UArctic) og Harris setrinu í Memorial-háskólanum, þróunarsjóðnum “Indigenous and Northern Relationships” og “Marine Biomass Innovation” verkefninu, sem er fjármagnað af “New Frontiers in Research” styrknum.

Nýr starfsmaður bætist í hópinn hjá Háskólasetri

Hjördís Þráinsdóttir hóf störf hjá Háskólasetri Vestfjarða sem verkefnastjóri í 50% stöðugildi þann 1. nóvember síðastliðinn. Hjördís hefur búið á Ísafirði í 25 ár en er frá Súðavík. Hún er gift og á 3 stráka og hefur starfað lengst af fyrir Ísafjarðarbæ sem skjalastjóri síðan 2008. Hún er með BA í sálfræði frá Háskólanum á Akureyri og leggur í dag stund á meistaranám í menntunarfræði M.Ed. auk diplómu í sérkennslufræðum frá sama skóla.

Endurvekja menningarleg tengsl Íslands og Baskalands

Catherine Chambers, rannsóknarstjóri Háskólaseturs og verkefnastjóri Jules Verne verkefnisins fór til Frakklands með Alex Tyas, fyrrum meistaranema Háskólaseturs Vestfjarða og umsjónarmanni Jules Verne verkefnisins. Þær ferðuðust til Bayonne í Frakklandi í tengslum við Jules Verne styrkinn, en hann styður rannsóknasamstarf milli íslenskra og franskra samstarfsaðila. Catherine og Alex fluttu einnig erindi á Haizebegi hátíðinni sem fagnar og heiðrar menningu Baskalands.

Háskólasetur Vestfjarða á Arctic Circle ráðstefnunni

Á hverju ári býðst nemendum Háskólaseturs Vestfjarða einstakt tækifæri að sækja Arctic Circle ráðstefnuna í Hörpu í Reykjavík sem hluti af tveimur námskeiðum: “Stjórnskipulag á norðurslóðum” og “Réttlæt umbreyting í strandhéruðum”. Á ráðstefnunni koma saman alþjóðlegir sérfræðingar, stefnumótendur og hagsmunaaðilar til að ræða brýn málefni norðurslóða. Nemendur fá tækifæri til að sitja áhugaverð erindi, pallborðsumræður og viðburði. Hópurinn sem fór frá Háskólasetri Vestfjarða á Arctic Circle ráðstefnuna í ár voru starfsfólk Háskólaseturs, stundakennarar og fjölmargir meistaranemar.

Siðferði í auðlindanýtingu

Í ljósi þess að alþjóðlegi siðferðisdagurinn var 16. október þá er tilvalið að huga að mikilvægi siðferðislegra ákvarðana í auðlindastjórnun. Það er einmitt það sem meistaranemar í námskeiðinu „Siðferði manna varðandi verndun og auðlindanýtingu“ gerðu í vikunni. Þau fóru í vettvangsferð þar sem þau heimsóttu vatnsaflsvirkjun í Engidal til að fræðast nánar um þróun vatnsaflsvirkjana á Vestfjörðum og þau hagsmunamál sem þar eru uppi. Í námskeiðinu læra nemendur um fjölbreyttar kenningar og reglur þegar kemur að siðferðislegri auðlindastjórnun. Með vettvangsrannsóknum og hagnýtum verkfærum læra nemendur hvernig á að nálgast siðferðileg álitamál í rannsóknum, áætlunastjórnun, iðnaði og stefnumótun tengdri auðlindastjórnun og svæðisbundinni þróun. Á föstudaginn munu nemendur kynna sínar tillögur um lausnir á siðferðislegum áhyggjum, stórum sem smáum, sem tengjast vatnsaflsþróun á Vestfjörðum. Kennari námskeiðsins er Dr. Marie Schellens, sérfræðingur í umhverfisöryggismálum hjá Pax for Peace í Hollandi.

Stafræn gönguferð til að kanna staðartengsl

Frá 2021 til 2024 var Háskólasetur Vestfjarða hluti af alþjóðlega rannsóknarverkefninu CliCNord. Verkefnið fjallar um það hvernig hægt sé að auka getu lítilla samfélaga á Norðurlöndunum til þess að bregðast við áhrifum loftslagsbreytinga. Matthias Kokorsch, fagstjóri hjá Háskólasetri Vestfjarða var verkefnastjóri íslenska CliCNord hópsins. Með fjármagninu sem verkefnið fékk gat Matthias ráðið þrjá meistaranema í Sjávarbyggðafræði sem aðstoðarmenn við rannsóknina. Allir þrír meistaranemarnir unnu að meistararitgerðum sínum í tengslum við CliCNord. Eitt meistaraverkefnið var nýlega varið á seinasta varnatímabili en hin tvö hafa verið birt sem fræðigreinar í ritrýndum tímaritum.