Opnunartími yfir páska

Páskarnir eru á næsta leiti og eins og venja er tekur Háskólasetrið sér smá páskafrí. Húsið verður lokað föstudaginn langa, 18. apríl, og laugardaginn 19. apríl. Inngangurinn frá Suðurgötu verður þá læstur og lyklaspjöld ekki virk — jafnvel duglegustu nemendur og starfsmenn þurfa að taka sér smá pásu. Ef upp kemur neyðartilvik má hafa samband í síma 844 3148.

Eftir páska þegar vorið fer vonandi að láta á sér kræla tekur annað spennandi tímabil við — varnartímabilið! Fyrsta meistaravörnin fer fram strax þriðjudaginn 22. apríl og eru öll hvött til að mæta, hlusta og styðja útskriftarnema á lokasprettinum. Dagskrá varnanna má finna hér.