01.03.2024
Háskólasetur Vestfjarða hefur hlotið styrk fyrir verkefni sem snýr að hlutverki staðbundinnar þekkingar í hafskipulagi fyrir græna þróun á tímum stafrænna umbreytinga og loftslagsbreytinga. Verkefnið kallast á ensku: “The role of local knowledge in marine spatial planning for a just green transition in times of digital transformation and climate change” og er styrkt af vinnuhópi Norrænu ráðherranefndarinnar um fiskveiðar (AG-Fisk). Vinnuhópurinn AG-Fisk er framkvæmdaaðili samstarfs á sviði fiskveiða og fiskeldis.
16.02.2024
Í dag lauk afar áhugaverðu tveggja vikna námskeiði hjá Háskólasetri Vestfjarða sem stóð yfir dagana 5-16. febrúar. Námskeiðið heitir “Talað um vísindi: Hagnýtur leiðarvísir að skapandi miðlun vísinda” og er hluti af meistaranámi kennt við Háskólasetur. Námskeiðið fjallar um hvernig miðla á vísindalegu efni bæði innan og utan veggja vísindasamfélagsins og er kennt af Jenny Rock. Nemendur læra fjölbreyttar aðferðir til að miðla vísindalegu efni í ólíku samhengi á skapandi hátt. Námskeiðið er hagnýtt þar sem notast er við vinnustofur og efni námskeiðsins byggir á fjölbreyttum sviðum til að hjálpa nemendum að miðla fjölbreyttu vísindalegu efni og samfélagsmálum.
13.02.2024
Á hverjum föstudegi yfir skólaárið er haldið Vísindaport í Háskólasetri Vestfjarða. Þetta eru 45 mínútna hádegisfyrirlestrar og eru efnistökin margvísleg, íbúar og aðrir gestir í Ísafjarðarbæ hittast þar yfir kaffibolla og hlýða á samborgara sína segja frá sínum viðfangsefnum, kynna verkefni og rannsóknir, tómstundir og önnur hugðarefni í máli og myndum. Efni Vísindaports eru afar fjölbreytt, en hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir þau Vísindaport sem eru frammundan:
12.02.2024
Háskólasetur Vestfjarða hlaut á dögunum Jules Verne styrkinn, en það er styrkur til vísinda- og tæknisamstarfs milli íslenskra og franskra aðila á grundvelli Jules Verne samstarfs samningsins.
Styrknum er stýrt af rannsóknastjóra Háskólaseturs Vestfjarða, Dr. Catherine Chambers og Dr. Denis Laborde, þjóðfræðingi hjá frönsku rannsóknarstofnuninni fyrir vísindi. Verkefnið gengur út á að kanna sameiginlegan menningararf og sjávarminjar Íslands og Baskalands sem getur gegnt hlutverki í sjálfbærri samfélagsþróun. Verkefnið tengist stærra verkefni í Djúpavík sem kallast BASQUE. Á vef rannís um Jules Verne styrkinn kemur fram að markmiðið með samstarfinu við Frakkland er að virkja vísinda- og tæknisamstarf milli stofnana, skóla og rannsóknarhópa í báðum löndunum og að auðvelda samstarf við önnur samstarfsverkefni í Evrópu.