Nemendur rannsaka sjávarspendýr á Húsavík

Meistaranemar Háskólaseturs Vestfjarða hafa í mörg ár tekið þátt í vettvangsnámskeiði á Húsavík sem er haldið yfir sumartímann á vegum Rannsóknaseturs HÍ á Húsavík. Námskeiðið kallast “Aðferðir við rannsóknir á sjávarspendýrum” og er hluti af Líf- og umhverfisvísindadeild HÍ. Fram kemur á vef HÍ að 25 nemendur frá ýmsum löndum tóku þátt í námskeiðinu í ár og var stór hluti þeirra nemendur Háskólaseturs. Nemendur Háskólaseturs taka þátt í námskeiðinu sem gestanemar, en fyrir rúmlega 10 árum stofnuðu ríkisháskólar með sér kerfi sem auðveldar gestanemum töluvert að taka stök námskeið í öðrum háskólum. Háskólasetur Vestfjarða tekur þátt í þessu kerfi þar sem nemendur eru formlega innritaðir í HA. Í gegnum kerfið fær Háskólasetrið bæði til sín nemendur og sendir frá sér.

Háskólahátíð 2024

Háskólahátíð fór fram á Hrafnseyri á þjóðhátíðardaginn 17 júní í afar fallegu veðri. Eins og öll árin áður var háskólahátíð hluti af hátíðardagskrá á Hrafnseyri. Að venju var kökuhlaðborð og súpa, tónlistaratriði og ræður frá fyrrverandi nemendum Háskólaseturs hlutur af dagskrá dagsins. Útskriftarnemar fengu skírteini afhent frá Eyjólfi Guðmundssyni, rektor Háskólans á Akureyri. Þeir fengu einnig prjónaða skotthúfu í þjóðlegum stíl ásamt trjáplöntu sem nemendur gróðursettu í brekkunni seinna. Hér fyrir neðan má lesa ávarp forstöðumanns Háskólasetur Vestfjarða og sjá myndir frá deginum:

Aðalfundur Háskólaseturs Vestfjarða

Í dag fór aðalfundur Háskólaseturs Vestfjarða fram. Peter Weiss forstöðumaður Háskólaseturs kynnti ársskýrslu fyrir árið 2023 þar sem farið var yfir stöðugildi, meistaranám, kynningarmál, fjarnám, rannsóknir og samstarf og margt fleira hjá Háskólasetri.

Catching up with alumni: Ingrid Bobeková

Welcome to our “catching up with alumni” series where we introduce you to previous UW students over the years. Ingrid Bobeková is a 32 year old alum who graduated from the Coastal Marine Management master’s program in 2022. Ingrid's hobbies include knitting, surfing, hiking, photography, and bird watching.

Meistaranemar UW heimsækja Byggðastofnun

Við fylgjumst spennt með sumarskóla Háskólaseturs sem er á ferðalagi um norðurlandið að læra um ólíka nálgun á snjallfækkun sem hluti af alþjóðlegu samstarfi. Á hverju ári hefur Háskólasetur heimsótt eitt af samstarfslöndum verkefnisins en í ár hýsir Háskólasetur sumarskólann. 24 nemendur frá Lettlandi, Litháen, Eistlandi og Finnlandi bættust í hóp 7 meistaranema í Sjávarbyggðafræði hjá Háskólasetri ásamt Matthias Kokorsch fagstjóra Sjávarbyggðafræði.

Franskir starfsnemar hjá Háskólasetri

Mörg ný andlit eru í Háskólasetri Vestfjarða þessa dagana þar sem 13 meistaranemar frá Toulon háskólanum í suður Frakklandi eru í starfsþjálfun hjá Háskólasetri Vestfjarða í samtals 17 vikur. Starfsnemarnir eru meistaranemar í hafeðlis- og hafverkfræðinámi við sjávarverkfræðideild og eru hér í starfsþjálfun undir handleiðslu Björns Erlingssonar.

SeaGirls: Hvað er hafið fyrir þér

Föstudaginn 17. maí kl. 16:30 verður formleg opnun á vefsýningunni SeaGirls – hvað er hafið fyrir þér í Turnhúsinu. Í verkefninu "Seagirls" fékk hópur af stúlkum einnota filmuvélar yfir sumartímann í þeim tilgangi að fá innsýn í samband og skilning þeirra á hafinu. Verkefnið er unnið í samstarfi milli Háskólaseturs Vestfjarða og Hversdagssafnsins og fékk styrk frá nýsköpunarsjóði og uppbyggingarsjóði Rannís, sem hluti af alþjóðlegri umræðu um kyn og haf.

Sumarskóli Háskólaseturs

Háskólasetur Vestfjarða er hluti af alþjóðlegu samstarfi sem skipuleggur sumarskóla. Á hverju ári heimsækjum við eitt af samstarfslöndunum og lærum um nálgun þeirra á "snjallfækkun" fyrir svæði sem glíma við fólksfækkun. "Snjallfækkun" er aðferðafræði í byggðaþróun sem á ensku kallast "smart shrinking", en það er nálgun þar sem sæst er á íbúafækkun svæðis með áherslu á að mynda smærri kjarna með betri lífsgæðum.

Catching up with alumni: Isabelle Price

Meistaranemar rannsaka hnúfubaka í Ísafjarðardjúpi

Tveir meistaranemar Háskólaseturs Vestfjarða fengu styrk til að rannsaka hnúfubaka í Ísafjarðardjúpi í sumar og haust, þau Benedek Regoczi and Laura Lyall. Styrkurinn er veittur af Rannís, nýsköpunarsjóði námsmanna, fyrir 2.040.000kr. Brack Hale, fagstjóri meistaranáms í Haf- og Strandsvæðastjórnun sótti um styrkinn fyrir hönd Háskólaseturs Vestfjarða fyrir verkefnið “Rannsóknir á hvölum fyrir ábyrgar siglingaleiðir”. Verkefnið verður unnið í samvinnu við Borea, Sjóferðir, Húsavík, Vestmannaeyjar og Whale Wise. Í verkefninu kemur fram að Ísafjarðardjúp er mikilvægt fæðusvæði fyrir hnúfubaka en litlar upplýsingar liggja fyrir um hvalina í dag. Á sama tíma er mikið um röskun af mannavöldum á svæðinu þar á meðal tíðar bátsferðir um Ísafjörð og er talið að þær muni bara aukast, sem getur þýtt meiri áhrif á hegðun og heilsu hvalanna. Í verkefninu er lagt til samstarfsnet til að kanna útbreiðslu hvalanna í Ísafjarðardjúpi til að stuðla að upplýstum og ábyrgum starfsháttum á svæðinu. Verkefnið veitir tveimur nemendum styrk eins og áður segir, sem munu vinna í samvinnu við hvalaskoðunarfyrirtæki, verndarsamtök og fræðilega samstarfsaðila til að safna gögnum og greina þau. Laura mun meta mikilvægi svæðisins fyrir hvali, á meðan Ben mun kanna dreifingu hvala á svæðinu til að bera kennsl á skörun við starfsemi af mannavöldum. Nemendurnir munu vinna saman að gerð ráðlegginga um ábyrgar siglingar í Ísafjarðardjúpi.